Útgöngubannið breytti lífi hennar

Jessi Case er ein þeirra sem hefur fundið lykilinn að …
Jessi Case er ein þeirra sem hefur fundið lykilinn að lífshamingjunni á tímum kórónuveirunnar. mbl.is/skjáskot Instagram

Jessi Case er ein þeirra sem hafa fundið lífshamingjuna á tímum kórónuveirunnar. Hún segir kapphlaupið við tímann hætt og nú geti hún betur einbeitt sér að því sem hún vill. Þetta kemur fram á vef Los Angeles Times

Case, sem bjó í íbúð með nokkrum öðrum, lýsir lífinu fyrir tíma kórónuveirunnar sem annasömum tíma við að láta hlutina ganga upp. Hún segir það að taka séns á ástinni á þessum umbrotatímum það besta sem hún hafi nokkurn tíma gert. 

Hún vinnur, eins og svo margir aðrir í Los Angeles, að því að vera leikkona og skrifa handrit. Áður en kórónuveiran breytti landslaginu í Bandaríkjunum vann hún fyrir sér sem fóstra og sinnti hinu í aukatíma sínum.

Vegna ástandsins fóru meðleigjendur hennar heim til foreldra sinna sem gerði það að verkum að engin forsenda var fyrir að leigja lengur. Hún pakkaði því saman dótinu sínu og dóti meðleigjendanna og flutti til kærastans. 

„Hlutirnir breyttust þegar ég valdi að sjá fegurðina við óreiðu ársins 2020. Ég fór að elska það að kærasti minn vekur mig á hverjum morgni með brosi og morgunmat. Ég hef þurft aðlögunartíma, en eftir 100 skipti var ég farin að kunna að meta rólegu morgnana okkar. 

Í gamla lífinu mínu hefði ég þurft að koma mér út klukkan sjö á morgnana. Í dag þarf ég ekki að fara neitt og get því baðað mig í þeirri ást sem ég finn fyrir. Ég er ekki að flýta mér neitt heldur upplifa hvert augnablik. 

Ég set geðheilsu mína, hamingju og heilsu í fyrsta sæti. Ég geri mér grein fyrir því að lífið er í raun og veru ekki sjálfgefið og ég á skilið að vera hamingjusöm. Ég er að æfa mig í að slaka á í stað þess að vera með þráhyggju fyrir öllu því sem ég á eftir að gera samkvæmt verkefnalistanum mínum. 

Það áhrifaríkasta er að læra að lifa í núinu og meðfram því gera ráðstafanir svo ég geti átt framtíðina sem mig langar í. 

Ég er hætt að óska mér einhvers og farin að átta mig á því að ég get gert hlutina. Ég er farin að finna meira pláss í dagskránni minni til að gera það sem ég elska að gera, sem er að færa mig nær því lífi sem mig langar að lifa.“

View this post on Instagram

A post shared by Jessi Case (@jessiicase)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál