Hversu margir ættu bólfélagarnir að vera?

Skiptir fjöldi elskhuga einhverju máli?
Skiptir fjöldi elskhuga einhverju máli? mbl.is/Thinkstockphotos

Hversu margir eru á listanum yfir gamla bólfélaga? Þetta er spurning sem kemur oft upp en skiptir líklega engu máli. Meira máli skiptir hvort kynlíf sé gott eða ekki. Sumir eru þó með ákveðna tölu í huga og hafa skoðun á hversu margar hjásvæfur er eðlilegt að hafa átt. 

En hver er hin fullkomna tala? Hvað er eðlilegt að hafa sofið hjá mörgum? Könnun sem greint er frá á vef tímaritsins Red sýnir að talan 13 kom oftast upp. Tvö þúsund manns tóku þátt í könnuninni eða þúsund konur og þúsund karlmenn. 52 prósent þátttakenda sögðu að 13 bólfélagar væri hin fullkomna tala. Auðvitað voru þó aðrir sem töldu að fleiri bólfélagar væri eðlilegra og aðrir töldu lægri tölu betri.

Meirihluti kvenna eða 67 prósent þeirra lugu til um fjölda bólfélaga. Hins vegar lugu aðeins 13 prósent karlmanna til um fjölda bólfélaga í gegnum tíðina. Gefur þetta í skyn að konur séu frekar dæmdar fyrir að hafa stundað kynlíf með mörgum mönnum.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál