Töluðu aldrei um vandamálin í hjónabandinu

Anna Faris og Chris Pratt.
Anna Faris og Chris Pratt. Getty Images

Leikkonan Anna Faris segir að hún hafi átt mjög erfitt með að ræða erfiðleikana sem hún upplifði í hjónabandi sínu við leikarann Chris Pratt. Faris og Pratt voru gift frá 2009 til 2017. Faris segir að þau hafi alltaf látið eins og ekkert væri að og sýnt glansmyndina út á við. 

Faris ræddi hjónabandið í hlaðvarpinu Unqualified á dögunum. Faris segir að helsti gallinn hafi verið að hún hafi ekki nána vini á þessum tímum. Því gat hún ekki rætt árekstra sem urðu. Áður en Faris giftist Pratt var hún gift leikaranum Ben Indra.

„Ég held að þetta hafi verið frekar erfitt fyrir mig. Einn af þeim hlutum var að ég talaði aldrei um nein vandmál, svo fólkið mitt, jafnvel sem ég var náin; ég held ég hafi talað meira um sambandið mitt við Ben, en við Chris, ég held að við höfum bæði verndað þá ímynd jafn vel við okkar nánasta fólk,“ sagði Faris. 

Hún segir að þegar hún líti til baka eftir skilnaðinn sjái hún nokkur rauð flögg og hluti sem hún hundsaði. „Mér leið eins og það væri verið að stjórna mér. Ég held það hafi aldrei verið sjálfstæð hugsun.“

Faris ræddi einnig við einn hlustanda sem sagði frá því að hún hefði slitið trúlofun sinni í stað þess að ganga í hjónaband. „Mér finnst miklu gáfulegra, sterkara og hugrakkara að slíta trúlofun frekar en að gera eins og ég gerði. Sem var, að ég hugsaði að allir byggjust við því að myndum ganga í hjónaband, svo ég gerði það bara,“ sagði Faris.

Anna Faris.
Anna Faris. AFP
mbl.is