Eiginmaðurinn er tvíkynhneigður

Eiginmaðurinn segist hafa áhuga á karlmönnum.
Eiginmaðurinn segist hafa áhuga á karlmönnum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og eiginmaður minn höfum verið saman í 16 ár og eigum tvö börn. Nýlega sagði hann mér að hann væri tvíkynhneigður. Ég fékk áfall og finnst óþægilegt að hugsa til þess að hann stundi kynlíf með öðrum mönnum. Ég er ekki á móti samkynhneigð en ég bara vissi ekki að eiginmaður minn heillaðist af öðrum mönnum. Eftir að ég spurði hvort hann þyrfti að fullnægja þörfum sínum sagði hann tvíkynhneigð kannski vera vitlaust orð, hann heillaðist frekar af karlmannslíkamanum. Mér líður eins og hann komi ekki hreint til dyranna. Ég hef áhyggjur af því að hann vilji stunda kynlíf með karlmönnum frekar en mér,“ segir Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafi The Guardian. 

Ráðgjafinn segir það ekki auðvelt fyrir fólk að koma út úr skápnum. Að sama skapi getur það verið erfitt fyrir maka.

„Reyndu að gera ekki stórslys úr stöðunni. Makinn þinn kvæntist þér og þar til núna hefur þú verið örugg með löngun hans í þig. Í rauninni hefur ekkert breyst. Hann hefur einfaldlega reynt að deila því með því hver hann er í raun og veru. Hvort hann langar til þess að prófa sig áfram með karlmönnum er mál sem þarf að ræða seinna og ég skil að það gæti verið ógnvænlegt. Það er líka skiljanlegt að afhjúpunin komi á óvart en það besta sem þú getur gert er að verðlauna hann fyrir hreinskilnina og gera þitt besta til þess að honum líði nógu öruggum til þess að deila meiru.“

Hættir eiginmaðurinn að hafa áhuga á konunni sinni?
Hættir eiginmaðurinn að hafa áhuga á konunni sinni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál