Hundar hjálpa körlum að komast á séns

Rannsóknir sýna að hundar hjálpa körlum að komast á stefnumót.
Rannsóknir sýna að hundar hjálpa körlum að komast á stefnumót. Unsplash.com/Jordan Koons

Hundurinn er besti vinur mannsins, sérstaklega þegar karl þarf að komast á stefnumót. Niðurstöður rannsókna benda til þess að þeir karlar sem vilja langtímasamband séu líklegri til þess að birta mynd af sér með hundi.

„Þeir karlar sem hafa aðeins skyndikynni í huga eru hins vegar líklegri til þess að birta mynd af sér þar sem sést í bringuna, mótorhjólið eða fiskinn sem þeir lönduðu í síðustu veiðiferð,“ segir Maryanne Fischer, prófessor við St Mary-háskólann í Halifax, í viðtali við The Times.

Þá kom fram í rannsóknum Fischer að konum þótti karlmenn sem birtu hundamyndir af sér mun meira aðlaðandi. Þá kemur fram að kattamyndir þóttu ekki bera árangur því þá þóttu karlarnir vera taugaóstyrkari.

Fischer telur að karlmenn átti sig á því að hundar hafi visst aðdráttarafl þegar kemur að því að tengjast konum. 

„Þessar niðurstöður eru mjög áhugaverðar því þær benda til þess að fólk hafi mjög ómeðvitaðan en djúpstæðan skilning á hvað það er sem hinn aðilinn vill og finnst aðlaðandi. Þetta er ekki bara spurning um að verða ástfanginn heldur að beita ákveðinni herkænsku,“ segir Fischer.

„Nú fyrirfinnast rannsóknir sem sýna að það að eiga hund getur aukið líkurnar á að karlmaður finni ástina. Konur eru til dæmis líklegri til þess að gefa karli sem er úti að ganga með hundinn sinn númerið sitt.

Það að halda hundi á lífi er mjög stór skuldbinding. Maður þarf að annast hann allan sólarhringinn, fara með hann út að ganga og sjá um að honum líði vel. Það segir konum að þessi maður geti líka annast barn.“

Gaby Baxter vinnur við rannsóknir í London og tekur undir þessar niðurstöður Fischer. Karlkyns vinir hennar hafi oftar en einu sinni beðið um að fá hund hennar lánaðan fyrir myndatöku til þess að vera meira aðlaðandi á stefnumótasíðum. „Karlar vita að konur elska hunda og þetta fær þá til þess að virðast skemmtilegir og krúttlegir, sérstaklega ef hundurinn er lítill.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál