Áhrifavaldur birti mynd af sér með látnum föður

Jayne Rivera birti myndir af sér fyrir framan líkkistu föður …
Jayne Rivera birti myndir af sér fyrir framan líkkistu föður síns á Instagram. Samsett mynd

Áhrifavaldur í Bandaríkjunum sem birti mynd af sér fyrir framan opna líkkistu föður síns neyddist til þess að verja sjálfa sig í fjölmiðlum í vikunni. Hin tvítuga Jayne Rivera fékk á sig mikla gagnrýni eftir að hún birti myndir af sér á Instagram. 

Rivera sem var í svörtum aðsniðnum kjól á myndunum setti sig greinilega í stellingar fyrir myndatökuna. Hún var í meðal annars með hendur í bænastöðu. 

Áhrifavaldurinn sagði í viðtali á vef NBC skilja af hverju hún hefði fengið neikvæða umfjöllun. Hún sagði hins vegar að myndirnar hefðu verið teknar í góðri trú og að faðir hennar hefði samþykkt myndatökuna ef hann hefði enn verið á lífi. 

„Fólk tekst á við missi ástvina á ólíkan hátt, sumir gera það með hefðbundnum hætti á meðan aðrir gera það á óhefðbundinn hátt,“ sagði samfélagsmiðlastjarnan í tilkynningu. Hún sagðist hafa fagnað lífi föður síns eins og vanalega, með því að stilla sér upp við hliðina á honum.

Riveria fékk að heyra það meðal annars á Twitter og var myndirnar sem hún birti af sér teknar sem dæmi um sjálfhverfu og sýndarmennsku á samfélagsmiðlum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál