Úthugsaðir tungukossar fræga fólksins

Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Kourtney Kardashian og Travis Barker á Grammy-verðlaunahátíðinni. AFP/ANGELA WEISS

Mikið hefur borið á stjörnum sem hika ekki við að fara í sleik þegar myndavélarnar beinast að þeim. Pör eins og Travis Barker og Kourtney Kardashian, Megan Fox og Machine Gun Kelley hafa verið þar fremst í flokki.

Vilja vera svöl

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir þessa hegðun vera síður en svo gerða af hvatvísi. Þetta sé úthugsað til þess að þau líti út fyrir að vera „svöl“ og lifi á jaðrinum.

„Tungukossarnir þeirra eru úthugsaðir. Þarna reka þau út tunguna til hvors annars og tryggja þannig að þau bæði sjáist afar vel á mynd. Annað en ef þau myndu kyssast venjulega. Hvorugur aðilinn þarf að halla höfðinu og svo er andlitsfarðinn áfram í fullkomnu lagi. Stundum er þetta meira að segja eina snertingin sem á sér stað,“ segir Judi James sérfræðingur í líkamstjáningu.

„Þegar Barker og Kardashian mættu saman á Met Gala hátíðina þá voru bara tungurnar sem snertust. Kardashian meira að segja ýtti mjöðmunum sínum frá Barker. Væri raunveruleg ástríða til staðar í þessu augnabliki þá væru mjaðmir þeirra saman. Þetta bendir því til þess að þessi látalæti hafi verið einungis fyrir myndavélarnar.“

Algengara hjá eldra fólki

„Þau eru að reyna að skapa ímynd pars sem getur ekki slitið sig frá hvort öðru og setja upp ástríðufullar sýningar. Þá er líklegra að þetta sé gert af eldri pörum frægs fólks frekar en unglingum þvert á það sem maður myndi almennt halda. Þau vilja halda í æskuljómann og leggja áherslu á hversu aðlaðandi þau séu þrátt fyrir hækkandi aldur.“

Travis Barker og Kourtney Kardashian mættu saman á The Met …
Travis Barker og Kourtney Kardashian mættu saman á The Met Gala hátíðina og voru dugleg að kyssast fyrir framan myndavélarnar. AFP
Tungurnar mættust einnig á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Tungurnar mættust einnig á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál