Trúlofaður 30 árum yngri fegurðardrottningu

Nadia Ferreira og Marc Anthony.
Nadia Ferreira og Marc Anthony. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Marc Anthony og fegurðardrottningin Nadia Ferreira eru trúlofuð eftir nokkurra mánaða ástarsamband. 

„Trúlofunarveisla!“ skrifaði Ferreira við mynd sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Á myndinni mátti sjá flennistóran demantshring á fingri hennar en annar bragur var á fingri Anthonys þar sem hann skartaði svörtum hring sem hafði verið húðflúraður á hann. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Skjáskot/Instagram

Í mars á þessu ári gerði parið ástarsamband sitt fyrst opinbert þegar Anthony deildi mynd af sér og Ferreira um borð í einkaflugvél. „Megi Guð margfalda allt sem þú óskar okkur,“ skrifaði hann á rómantískan hátt við myndina. Athygli vakti hve mikill aldursmunur er á parinu en Anthony er 30 árum eldri en Ferreira. 

Marc Anthony er ekki að trúlofa sig í fyrsta sinn heldur á hann fjórar trúlofanir að baki og þrjú hjónabönd. Hann var lengst af kvæntur söngkonunni Jennifer Lopez og eignaðist með henni tvö börn. Til viðbótar við þau á hann fjögur önnur börn úr fyrri samböndum sínum en börn hans eru á aldrinum 18-28 ára.

mbl.is