Situr í súpunni eftir að hafa skrifað upp á námslán

mbl.is/Hjörtur

Þórir Skarphéðinsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu varðandi námslán. 

Sæll.

Spurning varðandi námslánin sem ábyrgðarmaður síðan 2007, lán ekki í skilum.

Lántaki geri sig gjaldþrota, laus allra mála varðandi ábyrgð á láni sem hann tók vegna náms. Hann er í góðum málum í dag fjárhagslega en eftir sit ég í fjötrum hjá Creditinfo, á engar eignir og ekkert hægt að sækja á mig.

Hvar er réttlætið í þessu er þetta bara ferlið að skuldari getur bara sagt bless og borgaðu þetta bara fyrir mig?

Með von um svar, 

Sigríður

Þórir Skarphéðinsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þórir Skarphéðinsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl Sigríður,

Það námslán sem þú hefur ábyrgst er tekið í tíð eldri laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Samkvæmt þeim lögum sátu ábyrgðarmenn (yfirleitt tveir), í súpunni ef aðalskuldari vanefndi greiðsluskyldu sína eða hreinlega lenti í greiðsluþroti eins virðist hafa gerst í þínu tilviki. Með ákveðinni einföldun má segja að þar með hafi aðalskuldari verið laus allra mála en ábyrgðarmenn og e.a. erfingjar þeirra, neyðst til að taka við ábyrgð á greiðslum lánsins. Á þetta fyrirkomulag hefur margoft reynt fyrir dómstólum landsins og í flestum tilvikum hefur það verið staðfest, m.a. af Hæstarétti. Það þýðir hins vegar ekki að almenningi þyki það réttmætt eða sanngjarnt, þvert á móti.

Það var ekki fyrr en með ákvæði II til bráðabirgða í lögum nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna, sem gerð var bragabót á löggjöfinni um námslán. Lögin komu til framkvæmda 1. júlí 2020 og fól framangreint ákvæði í sér að ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum sem tekið var í tíð eldri laga,  skyldi falla niður við gildistöku nýju laganna. Það var hins vegar frumskilyrði að lánþegi (aðalskuldari), væri í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Með öðrum orðum, ef lánið var í vanskilum við gildistöku nýju laganna, myndi ábyrgð ábyrgðarmanns ekki falla niður heldur halda gildi sínu í samræmi við ákvæði eldri laga. Þessi túlkun var nýlega staðfest með dómi Landsréttar.

Kv.

Þórir Skarphéðinsson lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál