Kvæntir menn bjóði henni á stefnumót

Kristin Cavallari segir marga kvænta menn bjóða sér á stefnumót.
Kristin Cavallari segir marga kvænta menn bjóða sér á stefnumót.

Raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari segist greinilega ekki vera tilbúin í að hefja nýtt samband því aðeins „röngu mennirnir“ bjóði henni á stefnumót. Þar á meðal eru kvæntir menn, menn sem eru talsvert yngri en hún og menn sem ekki eru tilbúnir í samband. 

Cavallari og NFL-leikmaðurinn Jay Cutler skildu árið 2020 en saman eiga þau þrjú börn eftir tæplega sjö ára hjónaband. Nú hefur hin fráskilda Cavallari verið að líta í kringum sig og líst ekki á blikuna. 

Það sagði hún að minnsta kosti í spjalli með Rachel Bilson í hlaðvarpi hennar. 

„Ég er greinilega ekki tilbúin fyrir samband því ég laða bara að mér menn sem eru ekki tilbúnir í samband með mér,“ sagði hún. „Ég er búin að fá margar 29 ára menn. Ég er búin að hitta marga stráka á þrítugsaldri. Ég hugsa bara með mér að þetta sé kjánalegt, ég þurfi einhvern sem er búinn að koma undir sig fótunum,“ sagði hin 36 ára gamla Cavallari. Þá sagði hún fjölda kvæntra manna vera búna að bjóða henni út. 

Langar ekki í fleiri börn

Hún segist helst ekki vilja byrja með neinum sem er mikið yngri því hún vill ekki eignast fleiri börn. 

„Það væri svo erfitt fyrir mig að fara aftur að eignast börn, því litla barnið mitt er sjö ára og ég get ekki ímyndað mér að gera þetta allt aftur. Þannig nema ég finni stóru ástina í lífinu mínu og langaði í eitt, og ég ætti ekki börn, þá kannski. En ég held samt ekki,“ sagði Cavallari.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál