10 sambandsráð frá fólki í langtímasamböndum

„Við höfum verið gift í næstum 50 ár. Í allan …
„Við höfum verið gift í næstum 50 ár. Í allan þann tíma hefur það skipt okkur miklu máli að segja “ég elska þig.” Samsett mynd

Það er ef til vill ekkert sem kalla má hið fullkomna samband og margir gleyma lykilatriðunum sem skipta hvað mestu máli þegar kemur að því að rækta og þroska sambandið.

Tímaritið Self ræddi við nokkur pör sem eiga það sameiginlegt að vera í hamingjuríkum langtímasamböndum er spanna 20-64 ár, og fékk að heyra þeirra helstu ráð til þess að halda neistanum, lostanum og ástinni á lífi.

Opinn hugur í kynlífinu

„Það sem ég hef lært á mínum 22 árum sem maki er að vera alltaf heiðarlegur en aldrei særandi og einnig að halda áfram að vera tilraunagjarn þegar kemur að kynlífinu. Ég og maki minn lifum eftir GGG-reglunni, sem er stytting á good, giving og game. Við leitumst við að vera góðir í rúminu, gefa hvort öðru jafnan tíma og ánægju og einnig að vera til í hvað sem er – innan skynsamlegra marka.

Hinn mikilvægi þátturinn í okkar sambandi er að við gagnrýnum aldrei líkama hvort annars. Á okkar 22 árum hefur maki minn aldrei látið mér líða illa í eigin skinni.“

Toby, 22 ár í sambandi.

Tími fyrir ykkur tvö

„Ég og maðurinn minn eigum tvíburadrengi á unglingsaldri. Líf þeirra er heldur þéttskipað sem þýðir að okkar líf er það einnig. Ég og eiginmaðurinn leggjum okkur þar af leiðandi fram við að eyða tíma saman – bara við.

Þetta þurfa alls ekki að vera einhver Bachelor-stefnumót. Oftast eru það gönguferðir á sunnudagsmorgni, ferðir á bændamarkaðinn eða bara eitthvað smávægilegt og hversdagslegt sem við skottumst saman. Það er bara svo mikilvægt að gefa hvort öðru tíma til að tengjast og sýna að þið skiptið máli í brjálæði hversdagsins.“

Jill, 20 ár í sambandi.

Ljósmynd/Anthony Tran

Finnið verðmætin hvort í öðru

„Við höfum lært að samþykkja “ástartungumál” hvort annars. Við tölum reglulega um hvað það er sem okkur þykir mikilvægt í sambandinu. Snerting er mér mjög mikilvæg. Við höldumst í hendur á meðan við horfum á sjónvarpið, pínulítið ástríkt tákn sem fer vart fram hjá neinum. Maka mínum finnst mikilvægt að heyra orðin „ég elska þig“ á hverjum degi og ég passa ávallt upp á það. Oft eru það minnstu hlutirnir sem hafa mesta ávinninginn.“

Christopher, 22 ár í sambandi.

Settu kynlífið inn í dagatalið

„Ég og maðurinn minn mælum með reglulegum kynlífs- og nándarstefnumótum. Það þarf ekki alltaf að stunda kynlíf, það er bara hægt að nota tímann og njóta hvort annars. Tal getur breyst í kúr og kúr getur breyst í kynlíf.“

Lynn, 31 ár í sambandi.

Ljósmynd/Katherine Hanlon

Hlúðu að vináttunni

„Ég og maki minn vorum vinir í langan tíma áður en við tókum saman og erum dugleg að rækta þann hluta sambandsins. Við förum saman á pönk-tónleika og gerum alls kyns hluti sem við höfum elskað síðan vorum 20 ára. Það hefur haldið lífi í sambandinu.“

Laurin, 24 ár í sambandi.

Finndu leiðir til þess að gleðja

„Við höfum verið gift í næstum 50 ár. Í allan þann tíma hefur það skipt okkur miklu máli að segja “ég elska þig.” Maðurinn minn segir við mig, daglega, að ég sé fallegasta manneskjan í heiminum og ég knúsa hann á hverju kvöldi þegar við förum saman upp í rúm. Þessar faðm-stundir segja, að ég held, allt sem segja þarf - við erum ástfangin og fyrir mér er maðurinn minn sá einstakasti.“

Mona, 50 ár í sambandi.

Ljósmynd/Marisa Howenstine

Vertu óhræddur við að gera þitt og leyfðu makanum að gera sitt

„Ég og maðurinn minn höfum ávallt virt hvort annað sem einstaklinga. Við eigum okkar áhugamál og vini sem fara ekki alltaf saman. Við komum samt alltaf saman og deilum reynslunni hvort með ðru. Það gerir okkur kleift að læra og það heldur sambandi okkar lifandi. Þar sem ég eyði ekki öllum mínum aukatíma með honum, þá vil ég eyða meiri tíma með honum.“

Kelly, 30 ár í sambandi.

Lærðu að vera sveigjanlegur

„Í sambandi verður þú að vita hvenær á að snúa hlutverkunum við. Þú verður að hafa næmni til þess að vita hvenær maki þinn þarfnast þín. Allir eiga sínar veiku stundir - það er hluti af því að vera manneskja. Stundum þarftu að sjá sársauka hinnar manneskjunnar og stíga inn.“

Sybil, 64 ár í sambandi.

Vertu helsti stuðningsmaðurinn

„Við höfum verið saman síðan 1995 og því fengið tækifæri til að alast upp með hvort öðru og höfum ávallt verið hvetjandi og í klappliðinu. Við köllum það að vera “yay” við hvort annað.“

Maitejosune, 27 ár saman.

Ljósmynd/Lashawn Dobbs

Íhugaðu sambandsráðgjöf

„Þetta er ekki kynþokkafullt ráð en sambandsráðgjöf er okkar leyndarmál. Því miður fá flest okkar ekki þau verkfæri sem til þarf til að eiga góð samskipti og án þeirra getum við ekki ræktað heilbrigt samband. Að koma þörfum okkar skýrt á framfæri við maka okkar er það sem lætur ástina endast.“

Kim, 20 ár í sambandi.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál