Bakslag dauðans!

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur.
Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur.

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um baráttu hinsegin fólks í nýjum pistli á Smartlandi. 

Ég get ekki orða bundist. Ég er að verða vitni að ítrekuðum árásum og ofbeldi gegn vinum og vandamönnum sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Ég get með engu móti skilið þessar tilefnislausu árásir.

Aldrei í veröldinni hefði mig geta órað fyrir því að allt þetta dásamlega fólk myndi þurfa að óttast um líf sitt og öryggi fyrir það eitt að hafa hugrekki til að vilja tjá kyn sitt eða kynhneigð heiðarlega. Er okkur ekki kennt í skólum að vera heiðarleg, ekki ljúga, ekki stela, ekki meiða heldur segja sannleikan. Er okkur sem foreldrum ekki sagt að hvetja börnin okkar áfram, segja þeim að vera þau sjálf og fylgja draumum sínum? Á það kannski ekki ekki við um kyntjáningu og kynhneigð líka? Eigum við bara að sleppa því vegna þess að örfáum finnst það óþægilegt? Eigum við að vera óheiðarleg þar og þar með hefta frelsi fólks?

Hinsegin fræðsla samtakanna 78 er mannréttindafræðsla. Fræðsla um að við megum vera allskonar, fræðsla sem hjálpar börnum að losna við skömm, ótta og hjálpar þeim að tileinka sér umburðarlyndi, kærleika og skilning á því að við erum sem betur fer ekki öll eins.

Við erum allskonar og við megum vera það. Ef barnið mitt kæmi til mín og tjáði mér að það myndi tilheyra hinsegin samfélaginu þá tæki ég utan um barnið mitt og segði því að ég elskaði það nákvæmlega eins og það er. Það fengi fullan stuðning frá mér og minni fjölskyldu. Ef einhver myndi setja út á það þá er væri sá aðili ekki partur af neinu sem viðkemur mínu lífi.

Mig langar mig sérstaklega að nefna trans fólk sem hafa mátt þola svívirðingar og hatur í áranna raðir. Ég fæ trans konur til mín í stólinn og það er aðdáunarvert að verða vitni að hugrekki þeirra til að vera þær sjálfar. Ég er „sís“ kona sem þýðir að ég er sátt við það kyn sem mér var úthlutað, trans kona er líka kona, henni var bara úthlutað annað kyn við fæðingu. Það ógnar ekki minni kynvitund, við erum einfaldlega báðar konur.

Við skulum ekki gefa háværum, reiðum og fordómafullum hópi sviðsljós sem í einum tilgangi vill meiða og afbaka aðrar manneskjur heldur eigum við að beina ljósinu að fórnarlömbunum sem á hverjum degi velja að fara út í lífið og standa með því hver þau raunverulega eru þrátt fyrir að mæta fordómum og hatri.

Hyllum þau, hvetjum þau, elskum þau og fyrst og fremst þökkum þeim fyrir hugrekkið, fyrir að ryðja vegin.  

Þetta er mannréttindabarátta og hinsegin fræðslan er mannréttindafræðsla.

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál