Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

Ellý Ármannsdóttir fjölmiðlakona þurfti að hætta í MBA-námi því hún …
Ellý Ármannsdóttir fjölmiðlakona þurfti að hætta í MBA-námi því hún átti ekki fyrir leigunni. Nú leigir hún herbergi.

Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi við þáverandi sambýlismann og þurfti að flytja inn á son sinn því hún var heimilislaus. Hún segir að leigumarkaðurinn á Íslandi sé ekki góður staður til að vera á og þeir sem séu fastir á leigumarkaði eigi litla von. 

„Leigumarkaðurinn á Íslandi á að vera eins og andrúmsloftið, maður á að vera öruggur, en við erum að kafna,“ sagði Ellý Ármannsdóttir á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Ellý missti húsið sitt fyrir tveimur árum og hefur síðan þá flutt með dóttur sína á milli íbúða og herbergja víða á höfuðborgarsvæðinu. Hún leigir nú herbergi fyrir ofan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur.

„Það var slæm lykt inni á klósettinu þarna en við reyndum að gera það besta úr þessu og gerðum leik úr því að halda fyrir nefið þegar við tannburstuðum okkur,“ sagði Ellý en eftir að hafa dvalið í herbergi sonarins í fjórar vikur segist hún hafa verið svo heppin að finna íbúð, fullbúna með húsgögnum, til leigu í 6 mánuði þar sem eigandinn var að fara utan í skiptinám. Leigan var 360 þúsund kr. á mánuði og Ellý varð því að gera hlé á MBA-námi sínu til að geta staðið í skilum.

Því næst fór hún í íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi og leigir nú stórt herbergi í 101 Reykjavík.

„Við dóttir mín erum með tvöfalt rúm og deilum eldhúsi með pólskri konu. Herbergið er fyrir ofan skemmtistað og dóttir mín kann lagalistann utan að. Það er spilað til kl. 4 og við sofum með eyrnatappa en staðsetningin er fín og við förum reglulega á kaffihús. Við höfum þetta herbergi til 1. janúar. Nú er ég að leita að íbúð þar sem leiguverðið er helst ekki yfir 360 þúsund krónum á mánuði. Íbúð á 250 þúsund krónur á mánuði þar sem dóttir mín fengi sérherbergi er draumurinn,“ sagði Ellý. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál