Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af Sóla, hann er …
Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af Sóla, hann er að njóta á Spáni. skjáskot/Instagram/@soliholm

Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er heldur betur búinn að ná árangri í ræktinni en hann greindist með krabbamein fyrir um það bil ári. Hann sigraðist á krabbameininu í vetur og hefur verið duglegur í endurhæfingunni eftir lyfjameðferðina. Í færslu á Instagram segist hann hafa lagt hart að sér síðustu mánuði og stefni á að komast í sitt besta form í lok nóvember, en þá verður liðið ár síðan hann sigraðist á krabbameininu. 

Hann er nú á Spáni ásamt unnustu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum sínum. Viktoría náði mynd af Sóla á svölunum og virðist hann vera kominn langleiðina með að komast í gott form. 

29.11.2017 VS. 10.07.2018 Já, ég er að birta myndir af mér berum að ofan. Ég mà það! Ég á afmæli. Sú vinstra megin er tekin daginn sem ég vissi að ég væri laus við krabbann. Hin er tekin síðasta þriðjudag, 10. júlí, þegar Baldur greip mig glóðvolgan við að lyfta þessum kassa í stúdíóinu hjá honum. Alger tilviljun að hann var með myndavél við höndina og lýsingin fullkomin. Þarna kom hann alveg að mér óvörum, helvískur. Að baki útlitsbreytingunni á milli þessara mynda er mikil vinna. Fyrir sléttu ári átti ég líka afmæli — merkilegt nokk — nema hvað að sá dagur var lítið sem ekkert skemmtilegur. Þá var ég nefnilega að bíða þess að fá endanlega úr því skorið hvort ég væri með krabbamein eða ekki og þá hversu alvarlegt. Þá notaði ég tækifærið þegar mínir nánustu hringdu í mig til að óska mér til hamingju með daginn og sagði þeim frá því að sennilega væri ég með krabbamein. Svarið kom svo þann 16. júlí og þið vitið nú flest hvernig það fór. Tíminn frá 5.-16. júlí 2017, greiningartíminn, var ömurlegur en blessunarlega ekki lengri en 11 dagar. Við Viktoría höfum bæði upplifað óþægilegar tilfinningar undanfarna daga því við munum svo vel hvernig okkur leið á sama tíma í fyrra. Um leið erum við auðvitað þakklát að þessi erfiða bið eftir greiningu hafði frekar heppilega niðurstöðu og ég er svo til stálsleginn í dag. Þetta 35. aldursár mitt hefur verið svo viðburðaríkt að ég ætla ekki að voga mér að telja allt upp sem hefur drifið á daga mína. Sigur í baráttunni við krabbamein er vissulega eftirminnilegur. 25 sýningar af minni eigin uppistandssýningu eru það líka. Trúlofun okkar Viktoríu er svo kirsuberið á kökunni. Ég stefni svo auðvitað á að komast í besta form lífsins fyrir 29. nóvember 2018 þegar slétt ár er liðið frá því að þessi fallega óléttumynd hér að ofan var tekin. Þá set ég auðvitað inn nýja mynd ef melurinn hann Baldur nær mér aftur svona óvart. Takk fyrir kveðjurnar. Mér þykir sjúklega vænt um þær. Það eru forréttindi að fá að eldast! Love, Hólm.

A post shared by Sóli Hólm (@soliholm) on Jul 14, 2018 at 9:59am PDT


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál