Prófessor snýr sér að glæpum

Ármann Jakobsson.
Ármann Jakobsson. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum fornbókmenntum, sýnir á sér óvænta hlið í jólabókaflóðinu í haust. Hann leggur nú lokahönd á glæpasögu sem nefnist Útlagamorðin. Sagan hefst á því að ungur maður sem enginn veit hver er finnst látinn í húsagarði í litlum bæ sem nefnist Reykir.

Nýstofnuð morðrannsóknardeild lögreglunnar fer þegar á staðinn en er vandi á höndum. Bærinn er fullur af erlendum ferðamönnum, kattarmorðingi gengur laus, þarna er nýopnaður skemmtigarður, tvær systur virðast ráða öllu sem máli skiptir – og ein úr lögregluteyminu á ekkert sérstaklega góðar minningar úr þessum smábæ. Útlagamorðin kemur út hjá Bjarti síðar í haust. Ármann hefur áður sent frá sér skáldsögur og fræðibækur en snýr nú frá því að skrifa um víg í miðaldabókmenntum og að glæpum í nútímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál