Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna ...
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna saman að sjónvarpsþáttum um skilnaði. Ljósmynd/Samsett

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks. Sú fyrrnefnda skrifaði bók um sinn eigin skilnað en bókin 261 dagur kom út síðasta vor. Báðar eiga þær Kristborg Bóel og Kolbrún Pálína það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum skilnað. Nú hafa þær skrifað undir samning við Sagafilm og verða sjónvarpsþættirnir sýndir í ágúst á næsta ári en um er að ræða sex sjónvarpsþætti sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans.

Þegar þær eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að gera þessa þætti segja þær að það vanti fræðandi efni um hjónaskilnaði. 

„Miðaða við fjölda skilnaða í samfélaginu í dag er mikil vöntun á fróðleik og fræðslu fyrir fólk í þessum sporum. Það er í raun ekki til neitt alvöru stoðkerfi fyrir fólk sem er að skilja. Hvort sem um er að ræða andlega aðstoð eða lagalega. Fólk missir oft og tíðum algjörlega fæturna í svona ferli og hefur sama og engan styrk til að takast á við hlutina eða taka réttar ákvarðanir. Um er að ræða algjöran viðsnúning á lífinu oft og tíðum, áföll og sorg sem erfitt er að fá viðurkennda og því fylgir oft mikil örvænting,“ segir Kolbrún Pálína. 

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir.

„Skilnaðir eru mjög algengir á Íslandi og hver og einn þeirra snertir marga, svo sem börn, fjölskyldu og vini þeirra sem fara í sundur. Það er mín skoðun að þættir sem þessir eigi svo sannarlega rétt á sér, en það er alltaf gott að geta tengt við íslenskan raunveruleika. Við munum vinna þetta faglega og fá sérfræðinga í lið með okkur í bland við Jón og Gunnu sem hafa gegnið í gegnum þessa reynslu,“ segir Kristborg Bóel. 

Finnst ykkur fólk vera að ganga í gegnum svipaða hluti þegar það skilur eða er hver skilnaður einstakur?

„Hver og einn skilnaður er vissulega einstakur en rannsóknir sýna að flestir ganga í gegnum svipað sorgarferli en þó á sínum hraða,“ segir Kristborg Bóel. 

„Vissulega er hver skilnaður einstakur en eftir mikla rannsóknarvinnu höfum við komist að því að sama hvernig skilnaður kemur til þá upplifa allir mikla og djúpa sorg. Sorg sem er erfitt að staðsetja, sérstaklega fyrir þá aðila sem óska eftir skilnaðnum. Þeir upplifa sig oft í órétti til að syrgja,“ segir Kolbrún Pálína. 

Hvað lærðuð þið af því að skilja sjálfar? 

„Að bera virðingu fyrir ferlinu, að játa vanmátt sinn, að njóta þroskans og fagna hverju skrefi í átt að hamingjunni á ný. Að óttast ekkert, að dæma engan, fylgja hjartanu og lifa fyrir sig,“ segir Kolbrún Pálína og Kristborg Bóel bætir við: 

„Það er mikið þroskaferli að skilja og ef maður tæklar það rétt kemur maður út úr því sem sterkari einstaklingur myndi ég halda. Það sem ég hef helst lært er að það er ekki hægt að flýta þessu ferli, það verður bara að fá að hafa sinn gang.“

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Hvað hefðuð þið vilja vita áður en þið skilduð sjálfar?

„Að sama hvað maður hefur unnið mikið í sjálfum sér, lesið mikið eða telur sig vera tilbúinn þá er ekkert sem býr mann undir skilnað eða allt það sem honum fylgir,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Ég hefði vilja vita hvað þetta er ógeðslega mikið fokk! Nei, en svona grínlaust þá reyndist mér þetta alveg ógeðslega erfitt. Skilnaður er skipsbrot og heimsmyndin verður öll önnur eftir og það er flókið að fóta sig í nýjum veruleika með kramið hjarta,“ segir Kristborg Bóel. 

Þegar þær eru spurðar að því hvað það taki langan tíma að jafna sig eftir skilnað segja þær það misjafnt. 

„Klisjan segir tvö ár. Það er ástæða fyrir því að ég segi klisja því það er jafn misjafnt og tilfellin eru mörg. Sumir jafna sig aldrei á meðan aðrir skilja með miklum sóma og ná að byggja upp nýtt og fallegt líf með nýjum einstaklingum,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Það er algerlega einstaklingsbundið. Ég held samt að það sé algengara að það taki lengri tíma heldur en fólk gerði ráð fyrir. Talað hefur verið um tvö ár og ég er ekki frá því að það sé nærri lagi,“ segir Kristborg Bóel. 

mbl.is

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

15:00 „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

10:30 Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

05:52 Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í gær Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

í gær „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

í gær Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

í gær Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

í gær Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

9.12. Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »