Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna ...
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna saman að sjónvarpsþáttum um skilnaði. Ljósmynd/Samsett

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks. Sú fyrrnefnda skrifaði bók um sinn eigin skilnað en bókin 261 dagur kom út síðasta vor. Báðar eiga þær Kristborg Bóel og Kolbrún Pálína það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum skilnað. Nú hafa þær skrifað undir samning við Sagafilm og verða sjónvarpsþættirnir sýndir í ágúst á næsta ári en um er að ræða sex sjónvarpsþætti sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans.

Þegar þær eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að gera þessa þætti segja þær að það vanti fræðandi efni um hjónaskilnaði. 

„Miðaða við fjölda skilnaða í samfélaginu í dag er mikil vöntun á fróðleik og fræðslu fyrir fólk í þessum sporum. Það er í raun ekki til neitt alvöru stoðkerfi fyrir fólk sem er að skilja. Hvort sem um er að ræða andlega aðstoð eða lagalega. Fólk missir oft og tíðum algjörlega fæturna í svona ferli og hefur sama og engan styrk til að takast á við hlutina eða taka réttar ákvarðanir. Um er að ræða algjöran viðsnúning á lífinu oft og tíðum, áföll og sorg sem erfitt er að fá viðurkennda og því fylgir oft mikil örvænting,“ segir Kolbrún Pálína. 

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir.

„Skilnaðir eru mjög algengir á Íslandi og hver og einn þeirra snertir marga, svo sem börn, fjölskyldu og vini þeirra sem fara í sundur. Það er mín skoðun að þættir sem þessir eigi svo sannarlega rétt á sér, en það er alltaf gott að geta tengt við íslenskan raunveruleika. Við munum vinna þetta faglega og fá sérfræðinga í lið með okkur í bland við Jón og Gunnu sem hafa gegnið í gegnum þessa reynslu,“ segir Kristborg Bóel. 

Finnst ykkur fólk vera að ganga í gegnum svipaða hluti þegar það skilur eða er hver skilnaður einstakur?

„Hver og einn skilnaður er vissulega einstakur en rannsóknir sýna að flestir ganga í gegnum svipað sorgarferli en þó á sínum hraða,“ segir Kristborg Bóel. 

„Vissulega er hver skilnaður einstakur en eftir mikla rannsóknarvinnu höfum við komist að því að sama hvernig skilnaður kemur til þá upplifa allir mikla og djúpa sorg. Sorg sem er erfitt að staðsetja, sérstaklega fyrir þá aðila sem óska eftir skilnaðnum. Þeir upplifa sig oft í órétti til að syrgja,“ segir Kolbrún Pálína. 

Hvað lærðuð þið af því að skilja sjálfar? 

„Að bera virðingu fyrir ferlinu, að játa vanmátt sinn, að njóta þroskans og fagna hverju skrefi í átt að hamingjunni á ný. Að óttast ekkert, að dæma engan, fylgja hjartanu og lifa fyrir sig,“ segir Kolbrún Pálína og Kristborg Bóel bætir við: 

„Það er mikið þroskaferli að skilja og ef maður tæklar það rétt kemur maður út úr því sem sterkari einstaklingur myndi ég halda. Það sem ég hef helst lært er að það er ekki hægt að flýta þessu ferli, það verður bara að fá að hafa sinn gang.“

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Hvað hefðuð þið vilja vita áður en þið skilduð sjálfar?

„Að sama hvað maður hefur unnið mikið í sjálfum sér, lesið mikið eða telur sig vera tilbúinn þá er ekkert sem býr mann undir skilnað eða allt það sem honum fylgir,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Ég hefði vilja vita hvað þetta er ógeðslega mikið fokk! Nei, en svona grínlaust þá reyndist mér þetta alveg ógeðslega erfitt. Skilnaður er skipsbrot og heimsmyndin verður öll önnur eftir og það er flókið að fóta sig í nýjum veruleika með kramið hjarta,“ segir Kristborg Bóel. 

Þegar þær eru spurðar að því hvað það taki langan tíma að jafna sig eftir skilnað segja þær það misjafnt. 

„Klisjan segir tvö ár. Það er ástæða fyrir því að ég segi klisja því það er jafn misjafnt og tilfellin eru mörg. Sumir jafna sig aldrei á meðan aðrir skilja með miklum sóma og ná að byggja upp nýtt og fallegt líf með nýjum einstaklingum,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Það er algerlega einstaklingsbundið. Ég held samt að það sé algengara að það taki lengri tíma heldur en fólk gerði ráð fyrir. Talað hefur verið um tvö ár og ég er ekki frá því að það sé nærri lagi,“ segir Kristborg Bóel. 

mbl.is

Meghan glerfín í jólakjól

13:24 Hertogaynjan leyfði sístækkandi óléttukúlu sinni að njóta sín í jólalegum kjól þegar hún sinnti opinberum störfum sínum á þriðjudag. Meira »

Mest lesnu fasteignafréttir ársins

10:24 Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi. Meira »

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

í gær Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

17.12. Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »