Ætlar að vinna meira í sjálfri sér

Elín Sif ætlar að fagna nýju ári á Sauðárkróki.
Elín Sif ætlar að fagna nýju ári á Sauðárkróki. Ljósmynd/Aðsend

Elín Sif Björnsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í haust þegar kvikmyndin Lof mér að falla var frumsýnd. Elín sem lék eitt aðalhlutverkið ætlar þó að einbeita sér að tónlist á næsta ári og er búin að safna kjarki til að gefa út plötu. 

Hápunktur ársins?

„Frumsýning Lof mér að falla. Það var mjög spennandi og óraunverulegt að fá loksins að sjá útkomuna eftir að vera með í að vinna þetta verkefni í marga mánuði.“

Lágpunktur ársins ársins?

„Ætli það hafi ekki verið að kveðja systur mína sem flutti til Frakklands í skiptinám fyrr á árinu?“

Skrýtnasta augnablikið árið 2018?

„Ég var send fyrir Lof mér að falla í útvarpsviðtal á kvikmyndahátíð í Toronto í haust. Ég vissi ekki fyrr en rétt áður en ég gekk inn að viðtalið yrði á frönsku. Ég hafði ekki talað frönsku í sex ár og kunni ekki einu sinni að segja orðið fíkniefnaheimur á tungumálinu. Þetta gerðist allt mjög hratt og þrátt fyrir að reyna að segja fólkinu að ég vildi ekki gera þetta þá fann ég mig í stól í stúdíói hjá mjög virtri fransk-kanadískri útvarpsstöð með stóra hljóðnema í kringum mig og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég hélt uppi samtali á frönsku í nokkrar mínútur í viðtalinu en svo var eins og ég hætti að geta myndað orð á frönsku og fór að svara öllu á ensku. Þá tók líka við ýktasti og skrítnasti íslenski hreimur í enskunni minni sem breyttist í sífellu. Ég er enn þá nokkuð viss um að fólkið hjá útvarpsstöðinni hafi haldið að ég væri eitthvað lasin í hausnum og aldrei spilað viðtalið. Ég vona það alla vega.“

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Ferðinni er heitið á Sauðárkrók þar sem mér skilst að ég sé að fara á ball. Kærastinn minn er þaðan og er að spila. Það verður eitthvað.“

Áramótaheit fyrir árið 2019?

„Gefa út mína fyrstu plötu. Ég hef bara verið að safna kjarki hingað til, en núna er ég komin með plan.“

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað 2019 en þú varst 2018?

„Já ætla að vera duglegri í að vinna í sjálfri mér og hugsa um þá sem mér þykir vænt um.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Indverskur vegan pottréttur með sætum kartöflum og kjúklingabaunum. Algjör snilld, ég mæli með.“

Besta kvikmynd ársins?.

„Lof mér að falla… Eru ekki allir búnir að sjá hana eða?“

Bestu þættir ársins?

„The Handmaid’s tale sería 2. Ég fæ enn þá hroll þegar ég hugsa um síðustu þættina.“

Besta lag ársins?

„Þetta er erfiðasta spurningin hingað til, því þau voru svo ótrúlega mörg. Ég get sagt að besta lagið mitt á árinu var Make You Feel Better sem ég gaf út í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál