Kuldinn hefur ákveðinn sjarma

Ragnar Axelsson segir að bestu ljósmyndirnar verði oft til í …
Ragnar Axelsson segir að bestu ljósmyndirnar verði oft til í kulda. Hann telur kuldann hafa ákveðinn sjarma. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar Axelsson ljósmyndari er einn af þeim sem kunna að klæða sig eftir veðri. Hann hefur undanfarin misseri ferðast um landið að mynda íslenska jökla. Að fenginni reynslu finnst honum kuldi hafa ákveðinn sjarma.

„Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir vetrarmánuðunum. Mér finnst skemmtilegt í vondum veðrum, enda verða þar bestu ljósmyndirnar til,“ segir Ragnar Axelsson sem hefur fengið mikið lof að undaförnu fyrir ljósmyndasýninguna sína Jökul, í Ásmundarsal. Þess má geta að samhliða sýningunni kom út bókin Jökull, sem er einstaklega fallega hönnuð af samstarfsmanni Ragnars, Einari Geir Ingvarssyni. Ragnar segi Jökul allt öðruvísi bók en hann hafi gert áður, þetta sé í rauninni hálfgerð ljóðabók, þar sem munstur í landslaginu minni á blýantsteikningar.

Ragnar kann að klæða sig eftir veðri. Hann hefur ferðast …
Ragnar kann að klæða sig eftir veðri. Hann hefur ferðast víða og verið að mynda íslenska jökla svo dæmi séu tekin. Ljósmynd/Aðsend

Kuldinn hefur sjarma

Hvað með kuldann. Ertu ekki viðkvæmur fyrir honum?

„Kuldinn hefur ákveðinn sjarma í mínum huga, það er bara að klæða sig vel þá líður manni vel.

Að vera í hlýjum fötum og búa sig vel undir aðstæður hverju sinni er mikilvægt að mínu mati.

Þegar ég ferðast um norðurslóðir er mikilvægt að klæða sig vel og vera búinn undir það versta því það er ekkert verra en að verða kalt einhvers staðar fjarri öllu sem getur hlýjað manni.“

Ragnar segir hugarfarið ekki síður mikilvægt en fötin. „Að vera jákvæður og með hausinn á réttum stað skiptir öllu. Eins og gamall veiðimaður sagði mér þegar við vorum að fara í tvær vikur út á hafísinn. Hann sagði að ég hefði val, ef ég væri neikvæður þá yrði mér kalt og ferðin yrði ömurleg. Ef ég væri hins vegar jákvæður þá yrði þetta mín besta ferð. Þá myndi ég upplifa einhvern fallegasta listaverkasal á jörðinni þar sem risaísjakar sitja fastir í hafísnum. Rétt hugarfar yfirvinnur allt og þú munt sigra kuldann.“

Ragnar segir að hugarfarið skipti öllu í kulda. Ef maður …
Ragnar segir að hugarfarið skipti öllu í kulda. Ef maður er jákvæður getur náttúran verið eins og fallegasti listasalur jarðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Myrkrið veitir tilhlökkun

Ragnar segir alla mánuði sína uppáhaldsmánuði.

„Stundum eru þessir dimmu og stuttu dagar aðeins of stuttir, en myrkrið veitir tilhlökkun til sumarsins.“

Aðspurður hvað hann borði á veturna segist hann borða allt. „En það er mismunandi hvað ég borða, eftir því hvar ég er hverju sinni.

Á norðurslóðum þarf maður svolítið orkuríkan mat til að halda á sér hita þegar frostið bítur hart. Á sumrin er ég mikil grænmetisæta og borða yfirleitt mjög hollan mat.“

Hvað með sjóböð, stundar þú þau?

„Já. Sjóböð eru það besta sem hægt er að hugsa sér. Þau taka í burtu streitu og styrkja líkamann. Þau auka bæði kuldaþol og gera bara eitthvað ótrúlegt fyrir líkama og sál.“

Ragnar Axelsson er þaulvanur að synda í köldum sjó. Hann …
Ragnar Axelsson er þaulvanur að synda í köldum sjó. Hann segir hugarfarið skipta mestu máli. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar segir að fólk sé frekar fljótt að ná upp þoli í sjónum. „Maður þarf ekki að vera lengi í sjónum í einu. Heldur er þetta meira að ná ákveðnu hugarástandi ofan í vatninu.

Þetta er allt í hausnum á okkur. Mitt ráð til þeirra sem langar að prófa, er bara að láta vaða!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál