Kuldinn hefur ákveðinn sjarma

Ragnar Axelsson segir að bestu ljósmyndirnar verði oft til í ...
Ragnar Axelsson segir að bestu ljósmyndirnar verði oft til í kulda. Hann telur kuldann hafa ákveðinn sjarma. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar Axelsson ljósmyndari er einn af þeim sem kunna að klæða sig eftir veðri. Hann hefur undanfarin misseri ferðast um landið að mynda íslenska jökla. Að fenginni reynslu finnst honum kuldi hafa ákveðinn sjarma.

„Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir vetrarmánuðunum. Mér finnst skemmtilegt í vondum veðrum, enda verða þar bestu ljósmyndirnar til,“ segir Ragnar Axelsson sem hefur fengið mikið lof að undaförnu fyrir ljósmyndasýninguna sína Jökul, í Ásmundarsal. Þess má geta að samhliða sýningunni kom út bókin Jökull, sem er einstaklega fallega hönnuð af samstarfsmanni Ragnars, Einari Geir Ingvarssyni. Ragnar segi Jökul allt öðruvísi bók en hann hafi gert áður, þetta sé í rauninni hálfgerð ljóðabók, þar sem munstur í landslaginu minni á blýantsteikningar.

Ragnar kann að klæða sig eftir veðri. Hann hefur ferðast ...
Ragnar kann að klæða sig eftir veðri. Hann hefur ferðast víða og verið að mynda íslenska jökla svo dæmi séu tekin. Ljósmynd/Aðsend

Kuldinn hefur sjarma

Hvað með kuldann. Ertu ekki viðkvæmur fyrir honum?

„Kuldinn hefur ákveðinn sjarma í mínum huga, það er bara að klæða sig vel þá líður manni vel.

Að vera í hlýjum fötum og búa sig vel undir aðstæður hverju sinni er mikilvægt að mínu mati.

Þegar ég ferðast um norðurslóðir er mikilvægt að klæða sig vel og vera búinn undir það versta því það er ekkert verra en að verða kalt einhvers staðar fjarri öllu sem getur hlýjað manni.“

Ragnar segir hugarfarið ekki síður mikilvægt en fötin. „Að vera jákvæður og með hausinn á réttum stað skiptir öllu. Eins og gamall veiðimaður sagði mér þegar við vorum að fara í tvær vikur út á hafísinn. Hann sagði að ég hefði val, ef ég væri neikvæður þá yrði mér kalt og ferðin yrði ömurleg. Ef ég væri hins vegar jákvæður þá yrði þetta mín besta ferð. Þá myndi ég upplifa einhvern fallegasta listaverkasal á jörðinni þar sem risaísjakar sitja fastir í hafísnum. Rétt hugarfar yfirvinnur allt og þú munt sigra kuldann.“

Ragnar segir að hugarfarið skipti öllu í kulda. Ef maður ...
Ragnar segir að hugarfarið skipti öllu í kulda. Ef maður er jákvæður getur náttúran verið eins og fallegasti listasalur jarðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Myrkrið veitir tilhlökkun

Ragnar segir alla mánuði sína uppáhaldsmánuði.

„Stundum eru þessir dimmu og stuttu dagar aðeins of stuttir, en myrkrið veitir tilhlökkun til sumarsins.“

Aðspurður hvað hann borði á veturna segist hann borða allt. „En það er mismunandi hvað ég borða, eftir því hvar ég er hverju sinni.

Á norðurslóðum þarf maður svolítið orkuríkan mat til að halda á sér hita þegar frostið bítur hart. Á sumrin er ég mikil grænmetisæta og borða yfirleitt mjög hollan mat.“

Hvað með sjóböð, stundar þú þau?

„Já. Sjóböð eru það besta sem hægt er að hugsa sér. Þau taka í burtu streitu og styrkja líkamann. Þau auka bæði kuldaþol og gera bara eitthvað ótrúlegt fyrir líkama og sál.“

Ragnar Axelsson er þaulvanur að synda í köldum sjó. Hann ...
Ragnar Axelsson er þaulvanur að synda í köldum sjó. Hann segir hugarfarið skipta mestu máli. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar segir að fólk sé frekar fljótt að ná upp þoli í sjónum. „Maður þarf ekki að vera lengi í sjónum í einu. Heldur er þetta meira að ná ákveðnu hugarástandi ofan í vatninu.

Þetta er allt í hausnum á okkur. Mitt ráð til þeirra sem langar að prófa, er bara að láta vaða!“

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Í gær, 15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Í gær, 14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

Í gær, 10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Í gær, 06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í fyrradag Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í fyrradag Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í fyrradag Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í fyrradag Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »