Íslendingar sturlaðir af stemningu

Ari Eldjárn er einn vinsælasti grínisti landsins.
Ari Eldjárn er einn vinsælasti grínisti landsins.

Uppistandarinn Ari Eldjárn kom fram á Þorrablóti Vesturbæjar í ár en þó að þorrablótið sé ungt að árum er aðsóknin gríðarleg. Áður en þorrablótið var haldið var hann spurður spjörunum úr. 

„Ég er með ákveðið prógramm sem ég þróa jafnt og þétt yfir árið og helstu skrifin fara fram fyrir Áramótaskaupið í desember og sýningar Mið-Íslands í janúar. Fyrir Þorrablót Vesturbæjar bý ég svo að því að eiga dálítið af efni sem snýr að Vesturbænum og KR þannig að þetta verður einhver smáhræringur af því – en uppistaðan er alltaf almennt grín sem á að vera gjaldgengt hvar sem er.“

Var upp með sér í marga daga

Hvað varstu gamall þegar þú uppgötvaðir að þú værir fyndinn?

„Ég held ég hafi nú aldrei uppgötvað neitt sérstaklega að ég væri eitthvað fyndinn en ég man að ég talaði mikið sem barn og fékk fyrir vikið mismikla hlustun. Á unglingsárunum var ég mikið í kringum eldri bræður mína og vinahópa þeirra og það var alltaf sérstaklega gaman ef mér tókst að láta þau hlæja því það er svo mikil upphefð að fá að hanga með stóru krökkunum. Einhvern tíma var ég í partíi heima hjá Kristjáni heitnum bróður mínum og hann var að sýna vinum sýnum tónleikaupptöku af Dire Straits og gera grín að fötunum sem Mark Knopfler var í. Þau voru að velta fyrir sér hvað Knopfler myndi segja ef hann sæi þessi föt í dag og ég svaraði: „Innst inni var ég að hrópa á hjálp“. Þau hlógu og ég var upp með mér í marga daga.“

Tímabundin törn sem varir enn

Ari segir að það hafi verið eiginlega verið tilviljun að hann fór að taka að sér uppistand sem aðalvinnu. „Bergur Ebbi og Dóri DNA buðu mér að koma fram með sér á skemmtistaðnum Karamba fyrir tæpum tíu árum og svo endurtókum við leikinn nokkrum sinnum yfir árið á ýmsum stöðum undir merkjum Mið-Íslands. Ég var að vinna sem textasmiður á auglýsingastofunni Jónsson og Le'macks og eftir því sem síminn byrjaði að hringja meira og meira minnkaði ég starfshlutfallið mitt jafnt og þétt þangað til ég var einfaldlega búinn að skipta alveg yfir í að koma fram. Þetta var alltaf bara hugsað tímabundin törn en hún er bara ennþá í gangi.“

Ari segist alltaf hafa getað nýtt húmorinn í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur en hann starfaði einnig sem stuðningsfulltrúi í Hagaskóla og sem flugþjónn hjá Icelandair.

Með húmor í háloftunum

Hefurðu stöðvað flugdólg með húmor að vopni?

„Ég segi það nú ekki. Ég flaug um hundrað leggi á tveimur sumrum og það kom aldrei upp neitt þannig atvik. Ég reyndi bara alltaf að vera með gott viðmót til farþeganna og hress eftir atvikum. Það þarf alltaf að lesa í aðstæðurnar og oft að vera sérstaklega almennilegur við þá sem virka mjög pirraðir því mörgum finnst einfaldlega mjög erfitt að fljúga. Þannig að vonandi hefur mér einhvern tíma tekist að forða einhverjum frá því að missa stjórn á sér með rétt tímasettum brandara! Í dag er þetta hins vegar orðið að yfirlýstu markmiði hjá sumum flugfélögum og er nærtækasta dæmið auðvitað WOW Air þar sem húmor er beinlínis eitt af gildum flugfélagsins.“

Ari segir að að brandarar séu mjög lifandi fyrirbæri og verði oft til yfir langan tíma. „Flest skapandi skrif eru eins og naglasúpa, grunnurinn í uppskriftinni eru bara einhverjir naglar í potti, síðan bætir maður stöðugt við hráefnum þangað til þetta er orðið ætt. Oft byrjar þetta bara sem einhver ein setning. Síðan bætast við bútar og hlutar detta út. Maður flytur grínið aftur og aftur og slípar til efnið eftir bestu getu. Þetta er ekki ósvipað því ef að blaðamaður myndi skrifa grein, birta hana, gera síðan endurbætur, birta hana aftur og svo koll af kolli. Maður er í raun og veru alltaf að halda frumsýningu á sama efninu en svo þarf maður líka alltaf stöðugt að endurnýja sig. Eftir því sem maður nær meiri tökum á efninu fer maður meira út í að flytja það eins og hljómsveitir flytja aðalslagarana sína. Hittarar eru út af fyrir sig frábærir en til að semja þá þarf maður líka að semja helling af B-hliðum.“

Stoltur þegar konan hlær

Ari segir að samvinna sé líka mjög mikilvæg og að ýmsir félagar hans hjálpi honum að semja og þróa efni og þar sé Linda konan hans fremst í flokki.

„Linda er ótrúlega fyndin og klár og margt af því sem ég held mest upp er eitthvað sem við höfum samið saman. Ég er líka alltaf svo gríðarlega stoltur ef mér tekst að láta hana hlæja upphátt því erum búin að búa svo lengi saman að hún hlær ekki lengur að hverju sem er frá mér!“

Ari segir að það sé í raun mjög merkilegt að aðaltíminn í bransanum hjá Íslendingum sé skömmu eftir áramót og telur að það megi jafnvel rekja til þess að þjóðin hafi verið heiðin til forna ,,Á hinum Norðurlöndunum nær uppistand alltaf hápunkti um jólin og svo eru janúar og febrúar mun rólegari mánuðir. En við erum sér á parti hér því allt árshátíðardótið fer á fullt á þessum árstíma og ég er ekki frá því að þorrablótin séu þar helsti áhrifavaldurinn. Það eitt að dagurinn fari aftur að lengjast gerir Íslendinga svo sturlaða af stemningu að þeir ryðjast út til að skemmta sér þó það sé ennþá kolniðamyrkur og kuldi. Í þessu ljósi er í raun skrýtið að Jónsmessa skuli ekki vera stærsti viðburðurinn hjá okkur eins og í Svíþjóð. Kannski þolir þorramaturinn bara dagsljósið svona illa.“

Muna að hreinsa fötin

Ari segir að þorrablót séu í dag mörg hver orðin að stórviðburðum. „Mér hefur þótt sérstaklega gaman að fylgjast með hversu vel hefur gengið í Vesturbænum þar sem er troðfullt á hverju ári. Þetta er nútímaviðburður en hugguleg nostalgía sem svífur yfir vötnum.

Að koma fram á þorrablóti er svo bara eins og að koma fram á hvaða viðburði sem er, fyrir utan að maður þarf eiginlega að fara með fötin sín í hreinsun strax daginn eftir. Það er nóg að það sé bara einn kæstur réttur á boðstólum á smá svæði á þúsund fermetrum og þá angar maður dögum saman!“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í gær „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í gær Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í gær Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í gær Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

16.2. „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »