Fótósjopp-mistök: alltaf með sömu skýin í bakgrunn

Tupi Saravia er áhrifavaldur á Instagram.
Tupi Saravia er áhrifavaldur á Instagram. skjáskot/Instagram

Á dögum samfélagsmiðla, áhrifavalda og myndvinnsluforrita er erfitt að vera til. Til þess að verða áhrifavaldur verður þú að vera með flottar myndir á miðlunum þínum. Margir nota því myndvinnsluforrit til að bæta myndirnar sínar. Sumir ganga þó ef til vill aðeins of langt ef marka má sögu ferða áhrifavaldsins Tupi Saravia

Glöggur fylgjandi áhrifavaldsins Saravia kom auga á að sömu skýin virtust alltaf vera í bakgrunni hjá henni. Þá hafði Saravia unnið myndir sínar þó nokkuð mikið í myndvinnsluforriti. Það sem henni ljáðist þó var að velja mismunandi ský á myndirnar sínar. mbl.is