Viktoría krónprinsessa á leið til Íslands

Viktoría krónprinsessa er á leið til Íslands.
Viktoría krónprinsessa er á leið til Íslands. AFP

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar er á leið til Íslands en hún verður á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu 10.-11. október næstkomandi. Greint er frá þessu á vef sænsku konungsfjölskyldunnar, kungahuset.se. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viktoría kemur til Íslands því hún var hér síðast í júní 2014 í boði Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi forseta Íslands. Ólafur Ragnar er einmitt prímus mótor Arctic Circle ráðstefnunnar. 

HÉR er hægt að skoða dagskrána eins og hún lítur út núna.

Viktoría og Daníel eiginmaður hennar.
Viktoría og Daníel eiginmaður hennar. AFP
mbl.is