Hugrún Egilsdóttir vann Supra Model of Europe

Hugrún Birta Egilsdóttir sigraði keppnina.
Hugrún Birta Egilsdóttir sigraði keppnina.

Hugrún Birta Egilsdóttir vann keppnina Supra Model of the Year sem fram fór í Póllandi í gærkvöldi. Keppninni er skipt upp í flokka og sigraði hún í Evrópuflokki. Hugrún Birta er ekki ókunn fegurðarsamkeppnum en hún hefur tekið þátt í Miss Universe og Ungfrú Ísland.

Hún er litla systir Ingibjargar Egilsdóttur sem varð í öðru sæti í Ungfrú Ísland 2008 og tók þátt í Ungfrú heimur 2009. Amma þeirra varð fegurðardrottning Reykjavíkur 1959. Lesendur Smartlands þekkja Hugrúnu Birtu en í vor sat hún fyrir hjá Baldri Rafni Gylfasyni hárgreiðslumeistara í dálknum Hártrix Baldurs.

mbl.is