Lögð í einelti í skóla og veltir nú milljónum á YouTube

Emily Canham hætti í skóla vegna eineltis.
Emily Canham hætti í skóla vegna eineltis. skjáskot/Instagram

Hin 22 ára gamla Emily Canham var lögð í mikið einelti í skólanum sínum. Hún hætti í skóla vegna eineltisins og byrjaði feril sinn á YouTube. Í dag er hún með yfir milljón fylgjendur á Youtube-rásinni sinni og þénar vel. 

Canham hætti í skóla þegar hún var 17 ára og kláraði ekki prófin það árið. Hún hafði verið að prófa sig áfram með að taka upp myndbönd fyrir YouTube og ekki leið á löngu þar til myndbandagerðin varð að atvinnu hennar. 

Árið 2016 komst hún á samning hjá snyrtivörufyrirtækinu L'Oréal og er enn þann dag í dag „brand ambassador“ fyrir merkið. 

„Ég elska að vera fyrir framan myndavélina. Ég elska að kynna hluti. Ég ætla að vera á YouTube alla mína ævi; sama hvað ég tek mér fyrir hendur næst, þá verð ég alltaf á YouTube,“ sagði Canham í viðtali. 

Canham þénar vel.
Canham þénar vel. Skjáskot/Instagram

Hún fær vel greitt fyrir alla vinnuna sína á samfélagsmiðlum en hennar helstu tekjur koma í gegnum samstarf með fyrirtækjum. Canham er með umboðsmann sem heldur utan um öll samstarfsverkefni hennar, og segist hún ekki vita nákvæmlega hvað hún er með í árstekjur. 

Tekjur áhrifavalda hafa aukist á síðustu árum, sérstaklega erlendis. Þá er mestan pening að fá úr því að gera YouTube-myndbönd og er það aðaltekjulind Canham. Árið 2014 fengu áhrifa­vald­ar að meðaltali rúm­ar 50 þúsund krón­ur fyr­ir hvert mynd­band en árið 2019 eru það rúm­ar 830 þúsund krón­ur fyr­ir hvert mynd­band. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál