Safna peningum svo Gugga geti jarðað Jóa sinn

Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir voru mjög ástfangin en …
Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir voru mjög ástfangin en myndin var tekin 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Traustason, eða Jói eins og hann var kallaður, féll frá 31. mars síðastliðinn en hann var með krabbamein í lifur. Hann var þekktur í samfélagi manna ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ingu Guðjónsdóttur, eða Guggu eins og hún er kölluð. Þau áttu í mikilli baráttu við áfengi og vímuefni en fyrir tæplega áratug náðu þau að verða edrú. 

Nú hafa vinir þeirra Jóa heitins og Guggu efnt til söfnunar til að hægt sé að jarða hann á sómasamlegan hátt. 

„Ég vil þakka Krissu vinkonu minni fyrir að stofna þessa síðu. Það er ótrúlega erfitt að eiga ekki fyrir útförinni. Ég sakna þín elsku hjartað mitt,“ segir Gugga inni á söfnunarsíðunni á Facebook.

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir eða Gugga eins og hún er kölluð.
Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir eða Gugga eins og hún er kölluð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gugga sagði í viðtali við Smartland 2015 að hún væri mjög þakklát fyrir að vera edrú: 

„Þetta er það lengsta sem Jói hef­ur verið edrú sam­fellt en ég var einu sinni edrú í sjö ár. Mun­ur­inn á þeim tíma og núna er sá að núna er ég ham­ingju­söm en það var ég ekki þá,“ segir Gugga í viðtali við Smart­land Mörtu Maríu og bætti við að nú vilji hún láta kalla sig Guðbjörgu. „Til að segja skilið við þetta gamla líf.“

Jói sagði skilið við Bakkus á frí­degi verka­lýðsins hinn 1. maí 2011 og Guðbjörg fylgdi í kjöl­farið. Hætti al­veg 18. maí sama ár.

Guðbjörg seg­ir mun­inn á ed­rú­mennsk­unni nú og áður vera þann að þau séu loks far­in að taka leiðsögn. 

„Nú ger­um við það sem okk­ur er sagt að gera. Tök­um leiðsögn í fyrsta sinn og herm­um eft­ir þeim sem eru bún­ir að vera edrú lengi. Við hell­um upp á kaffi, heils­um fólki, stól­um upp eft­ir 12 spora fundi og svona,“ seg­ir Guðbjörg, sem fór ár­lega í áfeng­is­meðferðir frá ár­inu 2003 til 2011. „Ég hljóp bara alltaf út úr þess­um meðferðum,“ sagði hún í viðtalinu 2015.

Þeir sem vilja leggja Guggu lið á þessum erfiðu tímum geta lagt inn á reikning:

0511 14 003578 

kt: 281181 4839

mbl.is