Íslenskar stjörnur rifja upp brúðkaup í samkomubanni

Eva Laufey, Jóhanna Guðrún og Salka Sól rifjuðu upp brúðkaupsmyndir.
Eva Laufey, Jóhanna Guðrún og Salka Sól rifjuðu upp brúðkaupsmyndir. Samsett mynd

Fólk hefur aðeins minna fyrir stafni þessa dagana og hafa íslenskar stjörnur meðal annars nýtt tímann og rifjað upp brúðkaupið sitt. Þær Salka Sól, Eva Laufey og Jóhanna Guðrún rifjuðu upp brúðkaup sín en meðan á samkomubanni stendur eru stórar brúðkaupsveislur ekki í boði. 

Salka Sól Eyfeld greindi frá því í beinni útsendingu frá heimatónleikum Helga Björns um síðustu helgi að hún væri komin í sóttkví. Salka gifti sig síðasta sumar og hefur greinilega nýtt tímann og skoðað myndir úr brúðkaupinu. Hún birti skemmtilega myndasyrpu af undirbúningi brúðkaupsins. 

Salka rifjaði upp brúðkaup sitt með því að birta nokkrar …
Salka rifjaði upp brúðkaup sitt með því að birta nokkrar myndir. skjáskot/Instagram

Matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran hefur verið dugleg að baka unanfarna daga. Hún gerði þó gott betur en að baka og borða köku á dögunum þegar hún klæddi sig í brúðarkjólinn sinn. 

„Við bökuðum kökur í dag og klæddum okkur aðeins upp. Má maður aðeins,“ skrifaði Eva Laufey við mynd á Instagram. 

View this post on Instagram

Við bökuðum kökur í dag og klæddum okkur aðeins upp. Má maður aðeins 😂💗👰🏼 #kjolaaskorun

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Apr 2, 2020 at 8:58am PDT

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gift­ist eig­in­manni sín­um, Davíð Sig­ur­geirs­syni, í september 2018. Rétt eins og þær Salka og Eva Laufey rifjaði hún upp brúðkaup sitt með því að birta brúðkaupsmynd á Instagram. 

View this post on Instagram

💗🙏🏻

A post shared by Yohanna - Jóhanna Guðrún (@yohannamusic) on Apr 6, 2020 at 9:30am PDTmbl.is