Hefur ekki áhyggjur af of mikilli samveru með Skúla

Gríma Björg Thorarensen innanhúshönnuður er þessa dagana að undirbúa komu frumburðarins. Hún er komin 36 vikur á leið og á von á litlum dreng með manni sínum, Skúla Mogensen. 

Gríma hefur minnkað við sig vinnu að undanförnu og nýtt tímann í allskonar tiltekt og skipulag heima fyrir sem hafði setið á hakanum.

„Meðgangan hefur gengið mjög vel sem betur fer og ég hef getað haldið áfram minni rútínu að mestu leyti alveg þangað til nýlega,“ segir Gríma og þegar hún er spurð út í móðurhlutverkið segist hún passa sig á því að festa sig ekki um of í einhverjum fyrirfram ákveðnum hugmyndum um móðurhlutverkið.

Gríma lagði á páskaborð fyrir páskablað Morgunblaðsins á dögunum.
Gríma lagði á páskaborð fyrir páskablað Morgunblaðsins á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Því hlakka ég bara til þess að verða móðir með öllu sem því fylgir.“

Aðspurð hvernig er að vera ófrísk í dag svarar Gríma að tímarnir séu afar óraunverulegir.

„Maður kemst ekki hjá því að hafa áhyggjur af ástandinu. Þar sem ég er gengin 36 vikur höldum við, ég og maðurinn minn, Skúli Mogensen, okkur mikið heima, erum varkár og höfum takmarkað umgengni við annað fólk fyrir utan okkar allra nánustu og fylgjum að sjálfsögðu leiðbeiningum landæknis. Ég er gífurlega þakklát fyrir að búa á Íslandi á þessum tíma og er bjartsýn á að við náum tökum á þessu fljótt.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig ferðu í gegnum þetta tímabil og kemur þér á óvart að yfir heimsbyggðina gangi þessi faraldur í dag?

„Ég held að enginn hefði trúað því að aðeins á örfáum vikum væri svo til allur heimurinn settur í „pásu“ ef svo má að orði komast. Við höfum nýtt tímann í að rækta okkar nánasta umhverfi og vera dugleg að fara út í göngutúra, elda og borða góðan mat. Svo erum við með nokkur gæluverkefni sem við höfum verið að þróa í vetur og núna hefur gefist meiri tími í slíkt hugarflug.“

Páskarnir verða rólegir

Hvernig verða páskarnir?

„Þeir verða að öllum líkindum rólegir og notalegir. Við verðum annaðhvort heima eða förum í sveitina, njótum þess að vera saman, spilum og borðum góðan mat en mér finnst fátt skemmtilegra en að elda góðan mat.“

Gríma segir að hún sé ekki með fastar hefðir þegar kemur að páskunum, aðrar en þær að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

„Við höfum verið dugleg að nýta páskana í ferðalög en það verður notalegt að vera heima í ár.“

Áttu eitt gott ráð fyrir landsmenn á þessum tíma?

„Að við njótum þess að hægja á okkur, hlúum að okkur og fjölskyldunni og hlýðum yfirvöldum sem eru að standa sig svo frábærlega. Núna er líka rétti tíminn til þess að gera hlutina sem hafa setið lengi á hakanum hvort sem það er að taka til í bílskúrnum, lesa bók eða taka upp nýtt/gamalt áhugamál. Ég hef sem dæmi verið að prufa mig áfram í súrdeigsbakstri og haft virkilega gaman af.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Páskablað
Páskablað Kristinn Magnússon
Hér má sjá gulrótarköku í glasi!
Hér má sjá gulrótarköku í glasi! mbl.is/Kristinn Magnússon

Gríma segist ekki hafa áhyggjur af því að of mikil samvera með maka muni hafa áhrif á sambandið.

„Við Skúli vinnum mikið saman hérna heima og þá sérstaklega undanfarið ár og erum því orðin nokkuð góð í því. Ég held að það sem skipti öllu máli sé að fólk fái að vera áfram það sjálft, virði hvað annað og styðji, jafnvel þegar annar aðilinn fær stórar og róttækar hugmyndir sem er ansi algengt á mínu heimili.“

Gríma og Skúli búa í glæsilegu húsi á Seltjarnarnesi.

„Það skiptir mig miklu máli að hafa fallegt í kringum mig og að heimilið sé síbreytilegt en ég er dugleg að færa hluti til, endurraða og breyta. Húsið er bjart og opið með sterka tenginu við sjóinn og umhverfið sem skiptir mig miklu máli. Stíllinn hér heima er svo frekar blandaður, nútímalegur en á sama tíma klassískur en ég hef verið óhrædd við að blanda saman ólíkum efnum og áferðum, nútímalist í bland við klassísk verk, gömlu og nýju því þannig skapar maður gott jafnvægi og í góðu jafnvægi líður okkur betur og erum afkastameiri.“

Hvað þykir þér fallegt þegar kemur að innanhúshönnun?

„Fyrir mér snýst falleg hönnun um upplifun, hvernig þú upplifir og notar rýmið. Það gildir líka inni á heimilinu hjá okkur og þar eigum við að setja sérstakan fókus á rýmin sem við notum hvað mest líkt og eldhús, stofu og svefnherbergi. Gott jafnvægi og samspil efna, áferða og lita skiptir miklu máli. Falleg hönnun fyrir mér er frumleg en á sama tíma með gott notagildi, fangar athygli, lifir lengi og aðlagar sig íbúum heimilisins og þeirra þörfum.“

Hægt að fara í stórt sem smátt

„Núna er hárréttur tími fyrir breytingar eftir langan og þungan vetur. Litlar breytingar eins og að bæta plöntum og blómum inn á heimilið eða að taka til eða endurraða í hillum getur gert gífurlega mikið fyrir umhverfið og hvernig okkur líður. Ég skipti skrautmunum og smádóti reglulega út eftir árstíðum og geymi inni í skáp þar til mér finnst kominn tími til að skipta, þannig verð ég seint leið á því sem ég á og forðast ofhlaðnar hillur. Málning og litir geta svo gert kraftaverk fyrir heldur lítinn kostnað en þar má byrja smátt eða frá því að mála/lakka lúin húsgögn í fallegum lit, jafnvel hurðir og gluggakarma yfir í það að mála heilu veggina hvort sem það er allt rýmið eða hluti þess. Það sem skiptir miklu máli er að fá litaprufur heim og prófa litinn í birtuskilyrðum heimilisins sem geta verið allt önnur en það sem maður sér á netinu eða úti í búð.“

Hvað vita fáir þegar kemur að þér og heimilinu?

„Mér finnst frábært að komast í sveitina þar sem við höfum skapað okkur afslappað og notalegt umhverfi hannað í algjörri andstæðu við heimili okkar í bænum. Þar erum við með nokkur gömul hús í útleigu fyrir ferðamenn sem hefur verið sérstaklega gaman að gera upp og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Þar er ég stanslaust að fá nýjar hugmyndir, breyta og bæta en leyfi sögu húsanna og svæðisins að njóta sín enda stór partur af því að skapa einstaka og eftirminnilega upplifun fyrir gestina okkar.“

Gríma útskrifaðist úr hönnunarskólanum KLC School of Design í Bretlandi í fyrra og samhliða náminu hefur hún rekið sitt eigið fyrirtæki, GBT Interiors.

„Útskriftarverkefnið snérist um að hanna rými sem myndi opna augu fólks fyrir þeirri ógn sem ofneysla og offramleiðsla á textíl og tískutengdum varningi hefur á umhverfið. Ábyrgð framleiðenda og hönnuða er mikil og verkefnið snérist því um hvernig við getum orðið meðvitaðari og breytt neysluvenjum okkar til hins betra. Þetta er umræðuefni sem mér þykir brýnt að ræða en ending hverrar flíkur hefur styst gríðarlega á síðustu árum með lágu verði í verslunum, minni gæðum, hröðum tískustraumum og áhrifum samfélagsmiðla,“ segir hún.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Gríma bauð upp á bleikt límonaði.
Gríma bauð upp á bleikt límonaði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál