„Þú lagar ekki sprautufíkil með því að handtaka hann“

Emmsjé Gauti er gestur hjá Sölva Tryggvasyni í hans nýjasta …
Emmsjé Gauti er gestur hjá Sölva Tryggvasyni í hans nýjasta hlaðvarpsþætti. Skjáskot/YouTube

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er gestur Sölva Tryggvasonar í nýjasta hlaðvarpsþætti hans. Í viðtalinu segir Gauti fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk.

Hann segir fáránlegt og löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt.  

„Ég sé ekki rökin í því að leyfa áfengi en vera síðan í harðri baráttu gegn kannabisefnum til dæmis. I don't get it,“ segir Gauti meðal annars í viðtalinu. Hann bætir við að hann taki hvorugt efnið í dag og þetta hafi ekkert með hann sjálfan að gera.

Varðandi áfengið og ástæðu þess að það sé ekki sett undir sama hatt og fíkniefni segir hann: „Við erum meira og minna öll háð þessu efni á einhvern átt og viljum þess vegna ekki að þetta sé tekið af okkur.“

Hann tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann.

„Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni…en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva.

Sölvi og Gauti ræða meðal annars um tónlistina, kvíðatímabilið sem Gauti gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun.

Emmsjé Gauti gefur út plötuna Bleikt ský á morgun, föstudaginn 3. júlí. Platan verður aðgengileg á miðnætti í kvöld. Hann heldur svo útgáfutónleika í Gamla bíói þann 18. júlí næstkomandi. Miðasala fer fram á Tix.is.

Viðtalið er hægt að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. 

 

Það er einnig aðgengilegt á streymisveitunni Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál