Amanza Smith tekur tískuna með trompi

Amanza Smith er alltaf glæsileg til fara.
Amanza Smith er alltaf glæsileg til fara.

Selling Sunset-þættirnir á Netflix hafa án efa ekki farið fram hjá neinum. Glæsilegar fasteignir, háir hælar, fyllingarefni og flókin samtöl heldur áhorfendum við efnið. Svo ekki sé minnst á velgengni Oppenheim-bræðranna sem virðist meðal annars byggja á hæfileikum þeirra til að finna góða fasteignasala sér við hlið. 

Tískudífan Christian Richard fer ekki fram hjá neinum í þáttunum og það sama má segja um Mary Fitzgerald og Heather Rae Young.

Amanza Smith er óhrædd við að klæða sig upp á. …
Amanza Smith er óhrædd við að klæða sig upp á. Hún er oft í ljósbleiku og svörtu sem minnir á franskan fatastíl. mbl.is/skjáskot Instagram

Ein sú allra glæsilegasta er að mati margra Amanza Smith. Veruleiki hennar er sá að hún er tveggja barna einstæð móðir sem starfar sem hönnuður meðfram því að selja fasteignir fyrir Oppenheim-bræðurna. 

Mörgum finnst lifsviðhorfin hennar áhugaverð en ekki síður fatastíllinn hennar og fegurð.

Amanza Smith er oft í ljósum fatnaði sem hún blandar með svörtu. Hennar stíll eru kjólar sem eru annaðhvort stuttir eða ná rétt fyrir neðan hné og minnir á tískuna á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Þegar hún kæðir sig upp á er hún gjarnan með fallega skartgripi og vel lagað hárið. 

Hún er ófeimin við að nota lítinn farða og leyfir vanalega vörunum að vera ljósum. 

Smith leggur áherslu á að vera í góðu formi og finnur fatnað sem passar vaxtarlagi hennar. 

Húðin hennar er lýtalaus og passar hún upp á að vera með ferskan gljáa sem hentar aldursbilinu sem hún er á vel.  

View this post on Instagram

Say what??? A new episode of Deal or No Deal tonight?!

A post shared by AmanZa (@amanzasmith) on Jul 24, 2019 at 3:35pm PDT

mbl.is