Simmi Vill eldist eins og gott rauðvín

Hér má sjá myndir úr safni Morgunblaðsins frá því Simmi …
Hér má sjá myndir úr safni Morgunblaðsins frá því Simmi var 25 ára allt til ársins 2020. Samsett mynd

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi Vill eins og hann er kallaður benti aðdáendum sínum á þá staðreynd að hann hefur lítið breyst í heil tíu ár. Simmi birti myndir á Instagram sem voru teknar voru af honum nýlega og fyrir tíu árum. 

Myndirnar tók ljósmyndarinn Jónatan Grétarson en Simmi sem er 44 ára er með sama svipinn á myndunum. Erfitt er að greina hvaða myndir eru nýjar og hvaða myndir voru teknar fyrir tíu árum. 

Þegar grúskað er í myndasafni Morgunblaðsins virðist Simmi þó lítið hafa breyst síðan hann var 25 ára eins og sjá má á myndunum hér fyrir ofan. Rauða þykka hárið er enn til staðar og húð Simma hreinlega ljómar enda hugsar hann vel um húðina eins og fylgjendur hans á samfélagsmiðlum þekkja. Simmi setur til dæmis á sig maska. 

mbl.is