Óstýriláta mamma mín og ég

Guðrún Sóley Gestsdóttir fékk það hlutverk að veita verðlaun fyrir besta óskáldaða efnið á Íslensku hljóðbókaverðlaununum, Storytel Awards. Bókin Óstýriláta mamma og ég mín hlaut hæstu einkunn dómnefndar og tók Sæunn Kjartansdóttir við verðlaununum, en hún bæði skrifar og les.

Umsögn dómnefndar:

Einstaklega hjartnæm og áhrifamikil saga sem hreyfir við hlustandanum og lifir með honum lengi á eftir. Höfundur dregur á ljóslifandi hátt upp myndir úr bæði fortíð og samtíð, fléttar tímasviðin saman af miklu öryggi og varpar ljósi á aðstæður margra íslenskra fjölskyldna nokkrar kynslóðir aftur í tímann. Verkið er skrifað af sterkri þörf höfundar til að reyna að skilja bæði eigið líf og annarra, einkum móður sinnar, og vinna úr flóknum tilfinningum. Það er viðeigandi að Sæunn Kjartansdóttir flytji hinn persónulega og einlæga texta sinn sjálf. Hún gerir það afburðavel, á látlausan en hlýjan hátt þegar upp er staðið, ekki síður en hin litríka, sterka og óstýriláta titilpersóna bókarinnar. Frumleg og eftirminnileg.

Dómnefnd Íslensku hljóðbókaverðlaunanna skipaði Sverrir Norland, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Sævar Helgi Bragason fór fyrir dómnefnd barna- og ungmennabóka. 

Tilnefndar bækur í flokknum óskáldað efni


Björg­vin Páll Gúst­avs­son án filters
Höf­und­ar: Sölvi Tryggva­son, Björg­vin Páll Gúst­avs­son
Les­ari: Rún­ar Freyr Gísla­son

Óstýri­láta mamma mín og ég
Höf­und­ur: Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir
Les­ari: Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir

Ljósið í Djúp­inu
Höf­und­ur: Reyn­ir Trausta­son
Les­ari: Berg­lind Björk Jón­as­dótt­ir

Útkall - Tif­andi tímasprengja
Höf­und­ur: Óttar Sveins­son
Les­ari: Óttar Sveins­son

Mann­eskju­saga
Höf­und­ur: Stein­unn Ásmunds­dótt­ir
Les­ari: Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál