Héldu glimmerbrúðkaup aldarinnar

Eva María og Birna Hrönn voru glæsilegar á brúðkaupsdaginn í …
Eva María og Birna Hrönn voru glæsilegar á brúðkaupsdaginn í Gamla bíó. mbl.is/Julie Rowland

Birna Hrönn Björnsdóttir og Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigendur og brúðkaups-skipuleggjendur hjá Pink Iceland, héldu æðislegt drag-glimmerbrúðkaup í Gamla bíói á sínum tíma. Gestirnir komu vel undirbúnir og uppábúnir í brúðkaupið. 

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir í lífi þeirra Birnu Hrannar og Evu Maríu. Pink Iceland mun standa af sér áskoranir en hætt hefur verið við yfir eitt hundrað brúðkaup á síðustu misserum. Pink Iceland sérhæfir sig í brúðkaupsundirbúningi fyrir útlendinga sem vilja gifta sig á Íslandi. Sjálfar hafa þær gift sig nokkrum sinnum.

„Það er kannski smá svindl en við giftum okkur þrisvar. Verandi brúðkaupsskipuleggjendur voru væntingarnar háar. Við trúlofuðum okkur árið 2016. Þá skipulögðum við tvö brúðkauspævintýri; ferð til Ítalíu með okkar nánasta hóp þar sem við giftum okkur í Positano og svo vorum við með geggjað glimmer-glamúrbrúðkaup á Íslandi. Þriðja giftingin var hjá sýslumanni til að ganga frá hjónabandinu á formlegan hátt með huggulegum vottum,“ segja þær.

Dásamlega skrautlegar og flottar á brúðkaupsdaginn.
Dásamlega skrautlegar og flottar á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Julie Rowland

Glimmerbrúðkaup aldarinnar

Brúðkaupið í Gamla bíói var 30. nóvember árið 2019.

„Við ákváðum að gifta okkur á sama stað og veislan var haldin. Gamla bíó er glæsilegt hús með góðan anda og er því fullkomin staðsetning fyrir brúðkaup eins og við vildum halda.“

Brúðkaup var ein stór veisla og var gestum meðal annars boðið upp á fordrykk fyrir athöfnina. „Það var boðið upp á Prosecco og kokteila í anddyri Gamla bíós. Gestum var svo hleypt inn í sal þar sem dragdrottningar sáu um að vísa til sætis og vinur okkar gekk um með flugfreyjuborð og bauð fólki áfyllingu í glösin.

Það var engu til sparað þegar kom að fatnaði fyrir …
Það var engu til sparað þegar kom að fatnaði fyrir brúðkaupið. Lovísa Tómasdóttir saumaði kjól Evu maríu frá grunni og lagaði kjólinn hennar Birnu Hrannar til. mbl.is/Julie Rowland

Þegar allir voru sestir byrjaði „Vogue“ með Madonnu að hljóma og athafnastjórinn Hannes Páll var klæddur upp á í draggi sem Sigyn Fish. Hann gekk hægt og dramatískt inn í salinn og var það mikil upplifun að sjá.

Við ákváðum að reiða okkur ekki á börn til að dreifa blómum áður en við gengum inn í salinn heldur fengum við vinahópinn til að ganga inn á undan okkur og stilla sér upp með blómvendi utan um confetti-sprengjur. Þeir sprengdu yfir okkur confetti á meðan við gengum samferða í gegnum salinn undir stuðtónum Donnu Summer, „I Feel Love“.

Það var ævintýralegt að horfa í kringum sig á gestahópinn og sjá hvað það var mikil gleði í andlitum gesta okkar og hvað allir höfðu ákveðið að klæða sig upp á í takt við þema brúðkaupsins.

Athöfnin sjálf var yndisleg og við fórum með brúðkaupsheit hvor til annarrar. Við vildum hafa ræður en ekki missa kvöldið í það og einvörðungu af þeim sökum var ákveðið fyrirfram hverjir færu með ræður og var það gert í athöfninni. Þá voru allir vel stemmdir og þurfti ekki að brjóta upp kvöldið seinna fyrir ræðuhöld.

Athafnastjórinn Hannes Páll var klæddur upp á í draggi sem …
Athafnastjórinn Hannes Páll var klæddur upp á í draggi sem Sigyn Fish. mbl.is/Julie Rowland

Hafsteinn Þórólfsson var með söngatriði sem sló í gegn og leiddi hann svo gestina í mjög skemmtilegan samsöng.

Litlu frændsystkini okkar komu með hringana til okkar upp á svið og já, hundurinn okkar hann Strumpur var að sjálfsögðu með í athöfninni.“

Gestirnir vel undir boðið búnir

Á meðan gestir gæddu sér á gómsætum veitingum gekk teymið í Gamla bíói í að umbreyta salnum og gera hann tilbúinn fyrir partí.

„Á sviðinu var búið að stilla upp fyrir hljómsveitina Bjartar sveiflur og dansgólfið tilbúið fyrir gestina. Draghópurinn Valkyrjur var með klikkað skemmtiatriði og Bjartar sveiflur og Dj Sunna Ben héldu uppi rosalegu stuði á dansgólfinu.

Hlín Reykdal gerði kórónu Evu Maríu og hálsmen Birnu Hrannar.
Hlín Reykdal gerði kórónu Evu Maríu og hálsmen Birnu Hrannar. mbl.is/Julie Rowland

Það sem við vissum ekki var að það var búið að skipuleggja risastóran óvæntan glaðning en hópur brúðkaupsgesta var búinn að hittast með danskennara til að læra dans við lag Todrick Hall. Það kom okkur algerlega í opna skjöldu og var frábær byrjun á partíinu!“

Þær elska glimmer, drag og drottningar og völdu því þema í þeim anda.

„Við völdum þemað Drag, Royal & Glitter. Þar sem allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Afi minn mætti með konunglegar teskeiðar í brjóstvasanum. Ég fór með mömmu í verslunarleiðangur að finna eitthvað glansandi. Jakkafötin mágs míns voru bleik og Margrét Danadrottning mætti á svæðið. Hera Björk opnaði fataskápinn og lánaði marga kjóla og var svo sjálf í smóking. Svo var auðvitað glimmerstöð í salnum þar sem gestir gátu bætt á sig glimmeri með hjálp förðunarfræðings. En ekki hvað?,“ segir Birna Hrönn.

Athöfnin var einstaklega fallegt en einnig skemmtileg.
Athöfnin var einstaklega fallegt en einnig skemmtileg. mbl.is/Julie Rowland

Mikið lagt í fatnað og veitingar

Hvar keyptuð þið brúðkaupsfatnaðinn?

„Snillingurinn hún Lovísa Tómasdóttir saumaði kjólinn hennar Evu Maríu alveg frá grunni og gerði minn að þeim fullkomna kjól sem hann varð. Hlín Reykdal gerði kórónuna hennar Evu Maríu og hálsfestina mína. Rannveig Gísladóttir gerði svo fjaðraeyrnalokkinn hennar Evu Maríu,“ segir Birna Hrönn.

Hvað var í boði í veislunni?

„Gamla bíó sá um dýrindis drykki og veitti frábæra þjónustu og svo var maturinn alveg æðislegur. Gestirnir eru ennþá að tala um þær. Við fengum Nomy veisluþjónustu til að sjá um bara besta smáréttahlaðborð sem ég hef nokkur sinni smakkað. Gestir dreifðust um anddyri og svo efri hæð hússins þar sem þeir sátu á svölunum í Gamla bíói og röltu um meðan á matnum stóð. Við vissum að við vildum ekki langt sitjandi borðhald heldur eitthvað líflegt þar sem var hægt að heilsa sem flestum og blanda geði við sem flesta. Sem betur fer mátti á þessum tíma ennþá kyssast og knúsast. Í lok kvöldsins var boðið upp á „Vökva-stóð“ með steinefnaríkum drykkjum. Gestir voru hvattir til að taka svoleiðis með sér heim og rammíslenskar pylsur frá Bæjarins bestu,“ segja þær.

Birna Hrönn og Eva María ásamt Vigdísi Finnbogadóttur.
Birna Hrönn og Eva María ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. mbl.is/Julie Rowland

Allir vinir og vandamenn tóku þátt í þema brúðkaupsins.

„Fólk hafði orð á því hversu mikil gleði og frelsi var í brúðkaupinu. Fólk var frjálst til að vera það sjálft, tjá sig og sleppa sér á dansgólfinu eins og það vildi,“ segir Brina Hrönn.

Brúðkaupið fór ekki framhjá neinum

Hvernig gekk undirbúningurinn að ykkar brúðkaupi?

„Hann gekk mjög vel bæði hjá okkur hjónunum og einnig hjá gestunum okkar. Ég held að flestir förðunarfræðingar í landinu hafi verið uppbókaðir því miklu fleiri en við þorðum að vona ákváðu að mæta í draggi. Verslunareigendur í „vintage“-búðunum í miðbænum heyrðu fljótt af glimmerbrúðkaupinu okkar enda leituðu svo margir af gestum okkar til þeirra.“

Af hverju eru öðruvísi brúðkaup bestu brúðkaupin?

„Brúðkaup ættu að okkar mati að endurspegla persónuleika þeirra sem eru að gifta sig. Ef brúðhjónin eru glöð þá smitar það alla veisluna.“

Sigurbjörg Ingimundardóttir móðir Birnu Hrönn Björnsdóttur í einlægu faðmlagi á …
Sigurbjörg Ingimundardóttir móðir Birnu Hrönn Björnsdóttur í einlægu faðmlagi á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Julie Rowland

Hvað var það besta sem þið fenguð í brúðargjöf?

„Minningin um þetta geggjaða kvöld stendur hæst. Okkur þykir svo vænt um að fólk kom og fagnaði með okkur svona innilega eins og raun bar vitni. Við ákváðum að vera með umhverfissjóð þar sem fólk lagði inn pening sem gjöf til okkar og okkar fólks þannig að við værum að fjárfesta í ferð í framtíðinni þar sem við færum saman að planta trjám.“

Hver er grunnurinn að góðu hjónabandi?

„Grunnurinn er að okkar mati húmor, gleði, stuðningur og traust.

Að vita að maki þinn styður við bakið á þér í hverju sem er. Að vera alltaf til í ævintýri og upplifanir saman og hafa gaman. Ævintýri og hlátur er aldrei langt undan hjá okkur hjónum.“

Gestirnir lögðu sig fram um að klæða sig í anda …
Gestirnir lögðu sig fram um að klæða sig í anda þema brúðkaupsins. mbl.is/Julie Rowland
Gestirnir voru í allskonar búningum og á öllum aldri.
Gestirnir voru í allskonar búningum og á öllum aldri. mbl.is/Julie Rowland
Það voru margir í gleimmer og draggi í brúðkaupinu.
Það voru margir í gleimmer og draggi í brúðkaupinu. mbl.is/Julie Rowland
Glimmerstöðin var í veislunni fyrir þá sem vildu bæta á …
Glimmerstöðin var í veislunni fyrir þá sem vildu bæta á glamúrinn með glitri og förðun í takt við þema brúðkaupsins. mbl.is/Julie Rowland
Hljómsveitin Bjartar sveiflur sló í gegn í veislunni.
Hljómsveitin Bjartar sveiflur sló í gegn í veislunni. mbl.is/Julie Rowland
Brúðhjónin hugfangin á brúðkaupsdaginn.
Brúðhjónin hugfangin á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Julie Rowland
Gestirnir tóku dans fyrir brúðhjónin og lifðu sig inn í …
Gestirnir tóku dans fyrir brúðhjónin og lifðu sig inn í atriðið eins og sjá má á þessari mynd. mbl.is/Julie Rowland
Gestirnir skemmtu sér konunglega í brúðkaupinu.
Gestirnir skemmtu sér konunglega í brúðkaupinu. mbl.is/Julie Rowland
Gestirnir lögðu sig fram um að mæta í draggi eins …
Gestirnir lögðu sig fram um að mæta í draggi eins og sést á þessari mynd. mbl.is/Julie Rowland
Fallegar drottningar í skemmtilegu brúðkaupi.
Fallegar drottningar í skemmtilegu brúðkaupi. mbl.is/Julie Rowland
Skemmtileg hópmynd af brúðhjónum og veislugestum.
Skemmtileg hópmynd af brúðhjónum og veislugestum. mbl.is/Julie Rowland
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál