Gerði draumakjólinn úr nokkrum ljótum kjólum

Rakel Ósk Þórhallsdóttir og Elmar Sigurðsson taka lífinu ekki of …
Rakel Ósk Þórhallsdóttir og Elmar Sigurðsson taka lífinu ekki of alvarlega. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography

Rakel Ósk, eigandi tískuvöruverslunarinnar Central, er með ýmislegt á prjónunum þessa dagana. Meðal annars er hún að þróa sína eigin tískulínu, Royal Blazers. Hún giftist eiginmanni sínum Elmari Sigurðssyni 21. maí árið 2016.

„Í kringum okkur bæði eru stórar fjölskyldur og vinahópar og því var það vitað frá fyrsta degi að brúðkaupið okkar yrði stórt og mannmargt. Ég er kaþólsk og því vissum við það líka bæði að við vildum gifta okkur í Landakotskirkju sem er að okkar mati fallegasta kirkja Íslands. Við skipulögðum veisluna og allt brúðkaupið sjálf ásamt góðum vinum. Við vorum gefin saman í Landakoti og eftir athöfnina lá leiðin í Grasagarðinn þar sem ljósmyndari tók myndir af okkur og börnunum. Veislan sjálf var svo haldin í Kaplakrika og stóð hún langt fram á nótt. Þetta var skemmtilegasti dagur lífs okkar og hann hefði í raun ekki getað lukkast betur.“

Hátíðleg stund þann 21. maí árið 2016 á brúðkaupsdegi þeirra …
Hátíðleg stund þann 21. maí árið 2016 á brúðkaupsdegi þeirra hjóna. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography

Hvernig var að giftast í kaþólsku kirkjunni?

„Það var í einu orði sagt dásamlegt enda er kirkjan sjálf í svo miklu uppáhaldi hjá okkur. Bróðir Davíð biskup í Landakoti gifti okkur og hann er vel kunnugur fjölskyldunni allri þar sem fjölskyldan er mjög innvikluð í kirkjustarfið. Kirkjan var þétt setin af fólki, svo voru systur mínar búnar að undirbúa óvænt atriði sem hitti mig í hjartastað. Þær höfðu fengið Bergþór Pálsson til að syngja uppáhaldslagið mitt og pabba sem lést árið 2009“

Hvar fékkstu kjólinn?

„Þar sem ég versla mikið erlendis og aðallega í New York fyrir verslunina mína þá var ég búin að sjá blúndu í New York og keypti hana. Þar fann ég einnig Swarowski-steinana í kjólinn.

Svo pöntuðum við Anna Lilja vinkona mín ljótan kjól á netinu sem var með mjög flott slör. Við bútuðum hann í tvennt og Selma Ragnars púslaði þessu öllu saman þannig að útkoman varð alveg eins og ég hafði séð fyrir mér. Slörið var hægt að taka af fyrir partýið og þetta varð því alveg brjálæðislega fallegur kjóll sem ég er virkilega ánægð með.“

Kossinn upp við altarið í kaþólsku kirkjunni var ástríðufullur.
Kossinn upp við altarið í kaþólsku kirkjunni var ástríðufullur. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography

Veislan var stór og mikil og fólk skemmti sér vel.

„Veislan var æðisleg. Við erum þekkt fyrir að hafa margt fólk í kringum okkur og elskum að njóta með okkar fólki. Við vorum handviss um að brúðkaupið yrði í okkar anda með nóg af góðum mat og drykkjum og með fullt af gleði. Svo voru endalausar ræður, hlátrasköll og skemmtilegheit fram undir morgun.“

Þegar talið berst að ástinni og grunninum í góðu hjónabandi liggur Rakel Ósk ekki á svörum sínum.

„Vinátta og virðing er grunnurinn að góðu sambandi. Ég held við séum bæði þannig gerð að við erum miklir vinir vina okkar og það á sama við um okkur og hjónabandið. Við virðum hvort annað og þarfir hvort annars. Við leyfum hvort öðru að vera og gera það sem við viljum. Þá erum við ekki að hefta hvort annað eða reyna að breyta hvort öðru. Við elskum að vera saman og gera skemmtilega hluti. Við vinnum saman og erum afar samrýnd að öllu leyti. Í raun má segja að við hjálpumst að með margt og erum mjög góð og falleg við hvort annað.“

Virðing og vinátta skiptir mestu

Áttu góð ráð fyrir fólk sem er að fara að gifta sig núna? „Já, að bera virðingu fyrir hvort öðru og leggja rækt við hjónabandið. Hjónabandið er ekkert annað en vinna.“

Rakel segir að áhugi hennar á kaþólsku kirkjunni hafi smitast yfir í fleiri aðila í kringum hana.

„Fólki þykir gaman að vera viðstatt hátíðlegar athafnir og okkur þykir vænt um það. Kirkjan í Landakoti er einstaklega falleg og þykir fólkinu okkar gaman að vera við athafnir sem eru aðeins öðruvísi en það á að venjast.

Ég er alin upp af mjög samrýndri fjölskyldu og var heimilið okkar stundum eins og umferðarmiðstöð. Amma bjó á neðstu hæðinni og við á efri hæðinni og aðrir fjölskyldumeðlimir bjuggu í íbúðum í garðinum. Þar var alltaf líf og fjör og mikið um að vera og ég var harðákveðin í því þegar ég var barn að svona vildi ég hafa líf mitt líka. Við vorum með fullt af veislum og samfögnuðum og það var fjör og skemmtilegt hjá okkur alltaf.

Heimili okkar Elmars hefur svo aðeins tekið við sem þessi miðstöð fjölskyldunnar og vina okkar og er húsið yfirleitt fullt af fólki, alla daga vikunnar og á öllum stundum. Þannig viljum við hafa það.

Kaþólska trúin hefur eflaust þjappað fjölskyldunni saman enda var farið alla laugardaga frá 7 ára aldri og fram að fermingu í kver og hittumst við gjarnan í kaffi og kökur eftir kver. Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð þá voru fjórir bræður mömmu minnar mættir til að sannfærast um að þetta væri rétta eignin fyrir okkur. Þetta er svolítið við fjölskyldan í hnotskurn. Við gerum allt saman og höfum hagsmuni hvert annars að leiðarljósi.“

Fór uppáklædd að skoða vörubíla

Rakel segir að henni finnist gaman að gera hluti þótt þeir séu ekki ákveðnir langt fram í tímann.

„Það vita flestir vinir okkar að það er hægt að hringja í okkur án alls fyrirvara og plata okkur í eitthvað skemmtilegt. Elmar minn vinnur mikið og því er það mikilvægt fyrir okkur bæði að vera dugleg að nýta tækifærin sem gefast og hoppa til og lifa lífinu þegar tækifærin gefast. Elmar er duglegur að bjóða mér út að borða og á hótel. Ég man eitt skipti þegar hann hringdi í mig og vildi bjóða mér í mat.

Ég klæddi mig upp á, fór í pinnahælana og pels og setti á mig rauðan varalit. Leið okkar lá svo upp í Brimborg þar sem var verið að bjóða iðnaðarmönnum að koma og sjá nýjan vörubíl og það voru fríir borgarar og bjór. Þetta er svona týpískt fyrir okkur. Við reynum að hafa húmor fyrir öllu og hafa gaman.“

Dásamlegar brúðarmeyjar í Landakotskirkju.
Dásamlegar brúðarmeyjar í Landakotskirkju. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Hjónin gengur glöð og kát út úr kirkjunni.
Hjónin gengur glöð og kát út úr kirkjunni. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Fjölskyldan tók virkan þátt í brúðkaupsdeginum.
Fjölskyldan tók virkan þátt í brúðkaupsdeginum. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Brúðhjónin skemmtu sér einstaklega vel í brúðkaupsveislunni. Enda engu til …
Brúðhjónin skemmtu sér einstaklega vel í brúðkaupsveislunni. Enda engu til sparað og mikið lagt upp úr skemmtun. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Glæsileg kaka úr marsipani og súkkulaði.
Glæsileg kaka úr marsipani og súkkulaði. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Anna Lilja vinkona Rakelar aðstoðaði hana við að panta kjól …
Anna Lilja vinkona Rakelar aðstoðaði hana við að panta kjól á netinu með flott slör. Selma Ragnars sá um að breyta kjólinum svo hann yrði eins og brúðurin vildi hafa hann. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Elmar og Rakel hafa verið saman lengi og eru góðir …
Elmar og Rakel hafa verið saman lengi og eru góðir vinir sem bera virðingu hvort fyrir öðru. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Brúðhjón með börnum sínum á brúðkaupsdaginn.
Brúðhjón með börnum sínum á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Styrmir Kári & Heiðdís Photography
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál