Aniston missir ekki svefn yfir mistökum annarra

Jennifer Aniston er talskona þess að vinna í sér. Gremja …
Jennifer Aniston er talskona þess að vinna í sér. Gremja í garð annarra er ekki góð að hennar mati. mbl.is/AFP

Leikkonan Jennifer Aniston er á forsíðu septemberheftis InStyle. Í viðtalinu talar hún um breytingarnar sem fólu í sér að flytja frá New York til Los Angeles árið 1989 og hvernig kórónuveirutíminn hafi bæði verið erfiður tími en einnig góður. Hún hefur náð að skipuleggja sig betur en áður og kjarna sig. 

Aniston telur mikilvægt að fyrirgefa fólki þótt sumt sé þannig að ekki sé hægt að gleyma því.  

„Ég elska að leika en kynningarnar eru það sem búa til streitu innra með mér. Það er mikil eftirspurn eftir viðtölum þegar verkefnin koma út og ef maður tekur ekki þátt í kynningunni þá er bara búið til eitthvað um mann sem ekki er sannleikurinn,“ segir Aniston. 

Aniston þakkar góðum undirbúningi, vinum sínum og aga velgengni sína sem leikkona. 

„Ég hef átt sömu vinkonurnar lengi og þær standa með mér og minna mig á að hlusta ekki á það sem er sagt um mig sem er ósatt,“ segir Aniston. 

Hvað hefur hjálpað þér í gegnum lífið?

„Að vera í ráðgjöf. Ég hef séð vini mína halda í gremju svo lengi að það étur þá lifandi. Það er eitthvað gott í öllum og ef maður getur farið í gegnum lífið og fyrirgefið öðrum þá getur maður lært og þroskast í lífinu. Að sjálfsögðu er ýmislegt sem ekki er hægt að fyrirgefa en það má setja það í litla möppu og læra af því eins og öðru.“

Aniston borðar snakk þegar hún er stressuð og státar sig af að geta borðað eina flögu og eitt M&M þegar þannig ber undir. Enda er agi og heilsusamlegt líf í forgrunni hjá henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál