Gylfi Þór misskildi grímuskylduna

Svona leit Gylfi Þór út á fundi í morgun með …
Svona leit Gylfi Þór út á fundi í morgun með sóttvarnalækni, Almannavörnum og Landspítalanum. mbl.is/Facebook

Gylfi Þór Þorsteinsson er landsmönnum kunnugur. Hann er umsjónarmaður sóttvarnahúsa og fundar reglulega með stjórnvöldum, starfsmönnum ráðuneyta, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og lykilstarfsmönnum Landspítalans um stöðu mála í landinu. 

Gylfi er þekktur fyrir að vera einstaklega skemmtilegur maður og eitthvað hefur hann viljað létta andrúmsloftið á fundi með ráðamönnum í morgun þar sem hann mætti grímuklæddur sem Super Mario.

Hann segir ekkert gaman að taka sig of alvarlega og að hann hafi eitthvað misskilið grímuskylduna. 

mbl.is