Ragnhildur Steinunn hættir sem aðstoðardagskrárstjóri

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir greinir frá því að hana langi meira til að vinna í sjónvarpi en að vera aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV en hún hefur gegnt því starfi í fjögur ár. 

„Kæru vinir, eftir fjögur gefandi ár í starfi aðstoðardagskrárstjóra sjónvarps hjá RÚV hef ég óskað eftir að vera leyst undan þeim skyldum. Þetta hefur verið lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími. Takk fyrir mig ❤ Það er öllum hollt að staldra við endrum og eins, endurmeta stöðuna, gildin sín og finna hvar hjartað slær.

Á þessum tímapunkti er löngunin til að koma beint að þáttagerð og framleiðslu efnis ríkari en að sinna alhliða dagskrártengdum málefnum. Ég ætla því að demba mér aftur af fullum krafti í dagskrárgerð hjá RÚV. Hlakka til að leggja áfram mitt af mörkum til að búa til fjölbreytt og gott sjónvarpsefni 📺👌Sjáumst!,“ segir Ragnhildur Steinunn á facebook-síðu sinni. 
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson hafa starfað saman í …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson hafa starfað saman í kringum söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is