Smitaðist af veirunni 11 dögum fyrir brúðkaup

Markus og Katrín Edda Þorsteinsdóttir á brúðkaupsdaginn.
Markus og Katrín Edda Þorsteinsdóttir á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Markus, núverandi eiginmaður Katrínar Eddu Þorsteinsdóttur, verkfræðings og áhrifavalds, greindist smitaður af kórónuveirunni aðeins 11 dögum fyrir fyrirhugaðan brúðkaupsdag þeirra. Katrín sagði frá þessu í story á Instagram í dag, en þau gengu í hjónaband á föstudaginn síðasta.

Katrín er einn vinsælasti íslenski áhrifavaldurinn í dag og er með tæplega 26 þúsund fylgjendur á Instagram. Fyrir jólin gaf hún út vinsæla dagbók en hún vinnur sem verkfræðingur hjá Bosch í Þýskalandi þar sem hún lauk meistaragráðu í verkfræði.

Katrín og Markus höfðu verið á Íslandi yfir jólin og daginn eftir að þau flugu aftur út til Þýskalands, þar sem þau eru búsett, fór Markus að finna fyrir einkennum. Hann fór því í próf og reyndist jákvæður. Katrín var það hins vegar ekki. 

Í Þýskalandi þarf fólk að sæta einangrun í sjö daga frá því að smit greinist og héldu þau því í vonina að Katrín smitaðist ekki. Þau bjuggu saman á heimilinu alla vikuna, en sváfu hvort í sínu herberginu og pössuðu upp á sóttvarnir. Katrín er þríbólusett og tók heimapróf á hverjum morgni. Hún slapp alveg við veiruna og losnaði tilvonandi eiginmaður hennar á þriðjudeginum viku fyrir brúðkaupið. 

Það var því mikið stress á heimilinu viku fyrir brúðkaupið því ef Katrín hefði smitast hefðu þau þurft að aflýsa brúðkaupinu. Sem betur fer fór allt vel og þau gátu gift sig á föstudeginum. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál