Ástin spyr ekki um aldur í Hollywood

13 ár eru á milli hjónanna Hugh Jackman og Deborra-Lee …
13 ár eru á milli hjónanna Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness. AFP

Hin ólíklegustu pör hafa myndast í Hollywood í gegnum árin. Þegar aldursmunur á milli frægra einstaklinga er mikill vekur það athygli. Fólk vinnur oft náið saman og vinasambönd eiga það til að þróast í ástarsambönd. 

Ástin spurði ekki um aldur þegar parið Sarah Paulson og Holland Taylor féllu fyrir hvor annarri en það eru 32 ár á milli þeirra. Það kom mörgum á óvart þegar þær tvær opinberuðu samband sitt. Þær gerðu sér grein fyrir því að fólki gæti þótt aldursmunurinn þeirra á milli mikill en það stoppar þær ekki í að fylgja hjartanu.

Sarah Paulson and Holland Taylor.
Sarah Paulson and Holland Taylor. AFP/Nicholas Hunt

Sarah Paulson og Holland Taylor – 32 ár 

Ástin spyr heldur ekki um aldur hjá þessum pörum.

Leikarahjónin ásamt börnum sínum.
Leikarahjónin ásamt börnum sínum. Ljósmynd/Matt Winkelmeyer

Blake Lively og Ryan Reynolds – 11 ár

Ofurparið Lively og Reynolds kynntust við tökur á kvikmyndinni Green Lantern. Þá hafði Lively nýlokið við tökur Gossip Girl og var 22 ára. Reynolds var 33 ára og giftur leikkonunni Scarlett Johansson. Parið gifti sig í 2012 og eiga saman þrjár dætur þær James, Inez og Betty.

Hjónin Jay-Z og Beyonzé Knowles.
Hjónin Jay-Z og Beyonzé Knowles. AFP

Beyonce og Jay–Z – 12 ár 

Tónlistarparið byrjaði að stiga saman nefjum þegar Beyonce var 19 ára og Jay–Z var 31 árs. Þau giftu sig árið 2008 og eiga 3 börn saman; Blue Ivy og tvíburana Sir og Rumi. 

Leikonan Priyanka Chopra og tónlistarmaðurinn Nick Jonas
Leikonan Priyanka Chopra og tónlistarmaðurinn Nick Jonas AFP

Nick Jonas og Priyanka Chopra – 11 ár

Leikonan Priyanka Chopra og Nick Jonas voru búin að vera vinir áður en samband þeirra þróaðist yfir í ástarsamband. Það tók Jonas aðeins tvo mánuði að fara á skeljarnar eftir að samband þeirra hófst. Þau eiga nú saman eina dóttur og hafa aldrei verið hamingjusamari.

Grínistinn Ellen Degeneres og leikkonan Portia de Rossi.
Grínistinn Ellen Degeneres og leikkonan Portia de Rossi. PHIL McCARTEN

Ellen DeGeneres og Portia DiRossi – 15 ár

Spjallþáttastjórnandinn DeGeneres og leikkonan DiRossi voru saman í mörg ár áður en þær giftu sig árið 2008 þegar hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð í Kaliforníu í Bandaríkjunum. DeGeneres er 64 ára en DiRossi 49 ára.

Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves, á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar …
Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves, á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Gold. AFP

Matthew McConaughey og Camila Alves - 13 ár

Módelið Alves kynntist leikaranum McConaughey þegar hún var 23 ára og hann 36 ára. Þau giftu sig árið 2012 og eiga saman þrjú börn.

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin. AFP

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin - 26 ár

Parið gifti sig árið 2012 og eru foreldrar sex barna. Baldwin var áður giftur leikkonunni Kim Basinger. Hann er 64 ára gamall í dag en frú Baldwin er 38 ára. 

Leikarinn Hugh Jackman og eiginkona hans Deborra-Lee Furness.
Leikarinn Hugh Jackman og eiginkona hans Deborra-Lee Furness. AFP

Hugh Jackman og Deborra Lee-Furness - 13 ár 

Leikarahjónin kynntust við tökur á áströlskum þætti. Jackman lét það ekki stoppa sig að Lee-Furness væri 13 árum eldri en hann. Þau hafa verið gift síðan árið 1996 og eiga saman tvö börn.

George og Amal Clooney.
George og Amal Clooney. AFP

George Clooney og Amal Clooney - 17 ár 

Það kom mörgum á óvart þegar eilífðar piparsveininn George Clooney bað Amal um að giftast sér. Hún var þá 35 ára og hann 52 ára. Þau eiga saman tvíbura Alexander og Ellu.

mbl.is