Atli og Hanna Kristín fundu ástina í sumar

Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir.
Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir. Ljósmynd/Facebook

Atli Freyr Sævarsson markþjálfi og athafnamaður í Þýskalandi og Hanna Kristín Skaftadóttir viðskiptafræðingur, doktorsnemi og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst eru nýtt par. Parið hnaut hvort um annað í byrjun sumars með þeim afleiðingum að ástin blossaði upp. 

Bæði hafa þau verið á lausu í svolítinn tíma en Hanna Kristín var áður gift lækni í Bandaríkjunum. 

Atli Freyr starfaði áður í tískuheiminum en hann vann fyrir heimsfræg tískuhús eins og Prada og Hermés. Það kom ekki á óvart að hann hafi fetað þessa braut því hann er sonur hjónanna Sævars Karls Ólasonar og Erlu Þórarinsdóttur sem ráku verslunina Sævar Karl um árabil. 

Hanna Kristín hefur sinnt stundakennslu síðastliðin ár. Hún er einnig frumkvöðull sem hefur skrifað bækur fyrir börn. Hún var um árabil nýsköpunarráðgjafi fyrir mörg íslensk fyrirtæki.  

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með að hafa fundið hvort annað! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál