Giftu sig í úrhellisrigningu á Siglufirði

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir gengu í hjónaband á …
Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir gengu í hjónaband á Siglufirði hinn 20. ágúst síðastliðinn.

Halldóra Guðjónsdóttir og Bjarni Rúnar Bequette, eigendur Sigló Veitinga, gengu í hjónaband hinn 20. ágúst síðastliðinn. Halldóra og Bjarni reka veitingastaðinn Sunnu á Sigló hótel, Kaffi Rauðku og Torgið á Siglufirði, en þangað fluttu þau fyrir tilviljun árið 2018.

Úrhellisrigning var á brúðkaupsdeginum en segir Halldóra að það hafi ekki eyðilagt daginn. „Ég varð þó alveg miður mín þegar ég sá veðurspánna fyrst. Við tókum myndir úti í rigningunni og svo inná Síldarminjasafninu og þær koma rosalega skemmtilega út,“ segir Halldóra. 

Hún segir að í heild sinni hafi dagurinn sennilega orðið eftirminnilegri fyrir vikið, en það rigndi 99 millimetra á 48 klukkustundum á Siglufirði þessa helgina. „Ég hef aldrei á ævi minni upplifað jafn mikla rigningu. Þau segja að það boði gæfu í hjónabandi að það rigni á brúðkaupsdaginn,“ segir Halldóra. 

Halldóra gerði sig tilbúna á Sigló hótel áður en haldið var í kirkjuna. „Það var nú meiri pakkinn að koma mér í bílinn þurri svo að förðunin og hárið myndu haldast. Ég fór í gegnum eldhúsið á hótelinu þar gat bíllinn lagt nánast uppað hurðinni og tveir frændur mínir héldu upp regnhlífum á meðan ég hoppaði í bílinn,“ segir Halldóra. 

Það var sjómannabragur yfir brúðkaupinu en Margrét Arnardóttir spilaði á harmonikku yfir fordrykknum og tók svo sjómannasyrpu á nikkuna í veislunni og allir sungu með. 

Þrátt fyrir úrhelli á laugardag stytti upp á sunnudag og fengu brúðhjónin sem og veislugestir brakandi blíðu á sunnudeginum og framlengdu nokkrir dvölina á Siglufirði til að njóta hennar enn frekar. 

Halldóra segir rigninguna ekki hafa eyðilagt daginn.
Halldóra segir rigninguna ekki hafa eyðilagt daginn.
Halldóra fór í gegnum eldhúsið út í bíl til að …
Halldóra fór í gegnum eldhúsið út í bíl til að reyna komast þurr í kirkjuna.
Bjarni og Halldóra tóku við veitingastöðunum á Siglufirði árið 2018.
Bjarni og Halldóra tóku við veitingastöðunum á Siglufirði árið 2018.
Á sunnudeginum stytti upp og brakandi blíða lék við brúðhjónin …
Á sunnudeginum stytti upp og brakandi blíða lék við brúðhjónin og gestina.
mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál