Engin haustlægð á Instagram

Samsett mynd

Síðasta vika septembermánaðar einkenndist af roki og rigningu hér á Íslandi, en þó ekki á Instagram. Stjörnur landsins eru duglegar að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í sólina þegar veðrið er ekki nógu gott. Tanja Ýr Ástþórsdóttir er í sólinni í Flórída, Rúrik Gíslason er á Ibiza og Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason á tískuvikunni í París.

Stuð og stemning

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir skemmti sér á Edition-hótelinu ásamt þeim Emiliönu Torrini og Ylfu Geirsdóttur.

Með forsætisráðherranum í Lundúnum

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu skáldsöguna sem þau skrifuðu saman. Bókin kemur út í Bretlandi í ágúst á næsta ári.

View this post on Instagram

A post shared by Ragnar Jonasson (@ragnarjo)

Ekki flókið

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð birti fallega mynd af sér að gefa syni sínum brjóst. Hún skrifaði við myndina að þetta væri besta hlutverk í heimi.

Eftirsótt og bráðfyndin

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir skellti sér austur á Egilsstaði um helgina og var með pop-up verslun. Camilla var einmitt á lista Smartlands yfir eftirsóttar og einhleypar konur sem kom út á föstudag. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Á tónleikaferðalagi

Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir syngur sig inn í hug og hjörtu íbúa í Norður-Ameríku um þessar mundir. Í vikunni kom hún fram í New York, Boston, Torontó og Detroit.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Lína á tískuvikunni í París

Fatalína Línu Birgittu Sigurðardóttur, Define The Line Sport, var sýnd á tískuvikunni í París um helgina. Lína var að sjálfsögðu úti um helgina og sömuleiðis kærasti hennar, Guðmundur Birkir Pálmason. 

Ráðherra í Elsubúning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, klæddi sig upp sem Elsa í teiknimyndinni Frozen um helgina.

Bleika slaufan

Berglind Guðmundsdóttir skellti sér á opnunarviðburð Bleiku slaufunnar í síðustu viku. Það er fátt betra en gott hláturskast.

Partí á Ibiza

Fyrrverandi fótboltakappinn Rúrik Gíslason er alltaf á ferð og flugi. Um þessar mundir nýtur hann lífsins á ströndinni á Ibiza.

Sunneva á djamminu

Sunneva Eir Einarsdóttir áhrifavaldur skellti sér út á lífið í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Hún lét smella nokkrum myndum af sér í bílakjallara áður en partíið hófst fyrir alvöru.

Þegar 50 kílómetrar verða að 60

Snorri Björnsson, hlaðvarpsstjarna og hlaupagarpur, gerði upp lengsta hlaup sumarsins í færslu á Instagram. 

Slaki á Tenerife

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir er komin með fjölskyldunni til eyjunnar fögru í suðri, Tenerife.

Hreiðurgerð á fullu

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir var á fullu í hreiðurgerð í síðustu viku, sem var sú síðasta fyrir settan dag. Hún gengur nú með sitt þriðja barn. 

Góður afmælisdagur

Fótboltakonan Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði 32 ára afmæli sínu með sínum bestu mönnum. 

Idolið fer af stað

Tónlistarkonan Bríet er einn af fjórum dómurum í Idol-stjörnuleit. En hver verður uppáhaldsdómari þjóðarinnar?

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

Minning um mann

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson heiðraði minningu vinar síns, Svavars Péturs Eysteinssonar, sem féll frá í vikunni. 

Miami Beach

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er stödd í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún skellti sér á ströndina í Miami í Flórída.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda