Instagram: Stjörnurnar jóla yfir sig

Samsett mynd

Aðventan er að fara vel með fólkið í landinu eins og sést á Instagrammi vikunnar. Leikkonan María Birta og listamaðurinn Elli Egilsson ertu til dæmis komin í óendanlegt jólaskap enda í fyrsta skipti sem þau eru þrjú í fjölskyldunni - ekki bara tvö. Móeiður Lárusdóttir skreytti jólatréð og setti börnin í jólanáttföt á meðan Berglind Ólafsdóttir sótti jólatré út í skóg. 

Spennt fyrir jólunum!

María Birta og Elli Egilsson eru mjög spennt fyrir jólunum en þetta er í fyrsta skipti sem þau halda jól öll þrjú en hjónin eignuðust barn á dögunum. 

View this post on Instagram

A post shared by María Birta (@mariabirta)


Alsæll í sparifötum! 

Hannes Þór Halldórsson brosti hringinn í Hörpu á laugardaginn þegar kvikmyndin Leynilögga var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. 

Komin í jólaskap!

Berglind Ólafsdóttir fór og sótti jólatré ásamt eiginmanni sínum og dóttur. 

View this post on Instagram

A post shared by berglindicey (@berglindicey)

Kvaddi myndina áður en hún flutti! 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er farin að mála myndir. Hér er hún fyrir framan hvítt verk eftir sig sem hún seldi á dögunum. 

Sara slakar ekkert á! 

Sara Miller æfir af fullum krafti þessa dagana enda fátt betra fyrir heilsuna. 

Móeiður er búin að skreyta jólatréð! 

Móeiður Lárusdóttir áhrifavaldur er komin í sérlegt jólaskap en hún og maður hennar, Hörður Björgvin Magnússon, eiga tvær dætur sem eru líka komnar í jólaskap. 

Einar og Milla í sparigallanum!

Einar Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar, og Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, voru í sínu fínasta pússi á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Hörpu á laugardagskvöld.

Ástfangin í Hvammsvík!

Nadía Sif Líndal fyrirsæta og kærasti hennar Lucien Chri­stof­is skelltu sér í Hvammsvík um helgina.

Skál í lyftunni!

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir skellti sér í kjól og pels og skálaði í lyftunni.

Vetrarkósí!

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð birti fallega myndaseríu af sér og syni sínum. 

Síðasti dagurinn í fríi!

Fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason sleikti sólina í Miami í Flórída í Bandaríkjunum áður en hann flaug heim til Íslands og mætti á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin.

Búin að finna sálufélaga sinn!

Leik- og söngkonan, Íris Tanja Flygenring, birti fallegar myndir af sér og unnustu sinni, söngkonunni Elínu Eyþórsdóttur. 

View this post on Instagram

A post shared by Íris Tanja (@iristanja)

Sunneva í silfri!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir geislaði eins jólastjarna um helgina. 

Af hverju er Þórunn Antonía ekki Marvel-hetja?

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir lét gervigreindina teikna upp myndir af sér.

Marokkóást!

Sigga Dögg kynfræðingur og eiginmaður hennar Sæv­ar Eyj­ólfs­son eru í afmælisferð í Marokkó.

Jólastemning í Stokkhólmi!

Bloggarinn Arna Petra Sverrisdóttir og dóttir hennar voru í miklu jólastuði um helgina þegar þær skreyttu piparkökuhús saman. 

Kalt á toppnum!

Leikkonan Kristín Pétursdóttir skellti sér á Langjökul með vinkonum sínum, en þar nutu þær sín og tóku vetrarlegar myndir í snjónum. 

Mæðgur í stíl!

Áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og dóttir hennar virðast ansi spenntar fyrir jólunum, en þær stilltu sér upp í litríkum jólapeysum í stíl.

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

Vetrarparadís í sveitinni!

Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn, Ína María Norðfjörð, skellti sér í sveitina með vinkonum sínum og naut veðurblíðunnar. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál