„Verð að geta tekið áramótadansinn“

Þyrí Huld Árnadóttir skreytir sig meira á áramótunum en aðra …
Þyrí Huld Árnadóttir skreytir sig meira á áramótunum en aðra daga. mbl.is/Árni Sæberg

Dansarinn Þyrí Huld Árnadóttir er með rokkaðan stíl sem fær að halda sér í áramótaklæðnaðinum. Þyrí tók saman tvö áramótadress fyrir Smartland en hún segir mikilvægt að vera í fötum sem hægt er að taka áramótadansinn í.

Sjálf ætlar Þyrí ekki bara dansa á áramótunum þar sem hún dansar með Íslenska dansflokknum i tveimur splunkunýjum verkum á listahátíðinni Norður og niður í Hörpu sem Sigur Rós stendur fyrir. „Ég aðhyllist lifandi fæðu (plant based food) þannig jólin mín einkennast af geggjað góðum mat og konfekti sem gefur mér orku og lætur mér alltaf liða vel,“ segir Þyrí sem hreyfir sig sjö tíma á dag þegar hún var spurð að því hvort það væri erfitt að halda sér í formi yfir hátíðarnar.

Hvernig klæðir þú þig á áramótunum?

Mér finnst gaman að skreyta mig aðeins meira á áramótunum en aðra daga. Smá glimmer, skart og stuð. En fötin verða samt alltaf að vera þægileg því annars liður mér ekki vel, verð að geta tekið áramótadansinn.

Hvernig föt valdir þú?

Ég valdi hvítan kjól sem er mér mjög kær, keypti hann í sumar fyrir útskriftina hjá kærastanum mínum. Það er hægt að snúa honum á tvo vegu og nota hann við öll tilefni eins og áramótin eða sumarútskrift. Seinni kjóllinn er bolur sem búið er að sauma á blúndu kjól, ég er mjög hrifin af stórum bolum og flíkum sem gefið er nýtt líf með smá breytingum.

Þyrí dansar bæði vinnunni sem og í frítíma sínum.
Þyrí dansar bæði vinnunni sem og í frítíma sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Finnst þér mikilvægt að geta skellt þér á dansgólfið í áramótadressinu?

Það er það eina sem skiptir máli. Ef þú getur ekki dansað inn í nýja árið út af óþægilegum fötum þá þarftu að skipta. Skór þurfa að vera þægilegir, ég er lágvaxin og finnst því gaman að vera á hælum. Ég er alltaf á mjög þykkum og breiðum hælum þegar ég fer á hæla. Ef ég þarf að dansa mjög mikið þá skelli ég mér bara á sokkana.

Hvað finnst þér áhugavert í tískunni í dag?

Mér finnst frábært hvað hún er fjölbreytt og allir hafa möguleika á að vera eins og þeir vilja vera. Ég er mjög hrifin þegar hönnuðir gefa gömlum flíkum nýtt líf og vinna með lífræn efni. Endurnýting er eitthvað sem ég myndi vilja sjá meira af frá stórum hönnuðum á næsta ári.

Skór með þykkum og breiðum hæl eru góðir á dansgólfið.
Skór með þykkum og breiðum hæl eru góðir á dansgólfið. mbl.is/Árni Sæberg

Hápunktur ársins?

Hápunktur ársins verður líklega 29. desember í Hörpu þegar ég mun dansa í fyrsta skipti aftur með Íslenska dansflokkurinn eftir að hafa verið í langri endurhæfingu eftir krossbandsaðgerð.

Fallegasta augnablikið?

 Þegar ég vaknaði á 30 ára afmælisdeginum mínum í New York og Hrafnkell kærastinn minn gaf mér hjól. Ég hjólaði svo um alla New York það sem eftir lifði sumars.

Mest krefjandi verkefni ársins?

Þetta ár einkenndist af einu mest krefjandi verkefni sem ég hef tekist á við í lífi mínu. Það var að gangast undir hnífinn og fá nýtt krossband. Þetta var svakalega erfitt verkefni en ég lærði mjög mikið á því og er í dag þakklát fyrir þessa  reynslu.

Skrítnasta upplifunin 2017?

Ætli það sé ekki að vakna eftir krossbandsaðgerðina og geta ekki labbað, strekkt eða beygt hnéð, eitthvað sem ég var vön að gera á hverjum degi án þess að hugsa.

Strengir þú áramótaheit?

Já, ég set mér alltaf nokkur góð markmið. Var einmitt að lesa yfir síðustu markmið um daginn og held að mér hafi bara tekist nokkuð vel til. Þau voru: 1. Taka aðgerðinni sem verkefni sem ég ætla að fá 10 fyrir. 2. Kynna mér aryuveda. 3. Búa til snyrtivörur. 4. Vera skapandi.

Ég er ekki búin að setjast niður og skrifa fyrir 2018 en ætli það verði ekki eitthvað í þessa áttina: 1. Búa til skemmtilegar minningar. 2. Læra keramik. 3. Sauma og föndra á sunnudögum. 4. Lifa einn dag í einu. 

Áramótaskart.
Áramótaskart. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál