Vel skóuð á áramótunum í LA

Svala Björgvinsdóttir á stórt kjólasafn og getur vafalaust fundið einn …
Svala Björgvinsdóttir á stórt kjólasafn og getur vafalaust fundið einn flottan áramótakjól í því safni.

Svala Björgvinsdóttir lauk viðburðaríku ári með hálfgerðu jólatónleikamaraþoni á Íslandi í desember. Svala ætlar að hefja nýtt ár í Los Angeles en hún verður þar um áramótin eins og vanalega. 

Svala er þekkt fyrir flottan stíl en hún fer sínar eigin leiðir í fatavali. Hún segist ekki enn vera búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera um áramótin sjálf en gerir ráð fyrir að vera í uppháum „rhinestone-stígvélum“ sem hún er nýbúin að kaupa sér og segir geggjuð.

Jól og áramót eru ekki einu dagarnir í desember sem Svala klæðir sig upp en hún söng á heilum 20 tónleikum fyrir jólin. „Ég var með sirka tíu outfit sem ég notaði til skiptis,“ sagði Svala þegar hún var spurð út í klæðnaðinn á tónleikunum. 

Eyrnalokkarnir eru flottir við kjólinn.
Eyrnalokkarnir eru flottir við kjólinn.

En hvaðan komu fötin? „Eiginlega allt var vintage nema svartar útvíðar buxur og off the shoulder-blússa frá Nastygal og svo var einn nude kjóll sem ég keypti á Asos sem er frá Club L,“ segir Svala, sem er hrifin af vintage-fötum frá áttunda og níunda áratugnum. 

Svala segist eiga mikið af kúl beltum og eyrnalokkum sem hún notar til þess að lífga upp á fötin. Einnig gera fallegir hælaskór sitt til þess að bæta lúkkið.

Tattúin setja punktinn yfir i-ið hjá Svölu.
Tattúin setja punktinn yfir i-ið hjá Svölu.
Rauðir hælaskór koma vel út við svört fötin.
Rauðir hælaskór koma vel út við svört fötin.
Svala söng á jólatónleikum Björgvins föður sín í fallegri hvítri …
Svala söng á jólatónleikum Björgvins föður sín í fallegri hvítri dragt.
Svala á mikið af flottum beltum.
Svala á mikið af flottum beltum.
Ragga Gísla og Svala. Beltið og skórnir setja svip á …
Ragga Gísla og Svala. Beltið og skórnir setja svip á klæðnað Svölu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál