Láttu hreinsa strax eftir brúðkaup

mbl.is/Getty Images

Kristinn Guðjónsson hefur rekið Efnalaugina Björg á Háaleitisbraut frá árinu 1984. Fyrirtækið sem er fjölskyldufyrirtæki fagnar 65 ára afmæli á þessu ári. Það var stofnað árið 1953. Mikilvæg þekking og reynsla í meðhöndlun brúðarkjóla hefur skapast í gegnum árin. 

Aðspurður segir Kristinn margt hafa breyst varðandi brúðarkjóla á þeim 30 árum sem hann hefur starfað í greininni. „Efni eru viðkvæmari og samsetning brúðarkjóla er orðin flóknari. Brúðarkjólar eru í dag skreyttir perlum og steinum og blúndum. Þannig að á sama tíma og hreinsun á flíkum er orðin fjölbreyttari þá leitumst við eftir að nota mildari og umhverfisvænni efni til hreinsunar.“

Mikilvægt að hreinsa brúðarkjólinn strax

Að mati Kristins er mikilvægt að láta hreinsa brúðarkjólinn strax eftir notkun. Hann segir undirlag brúðarkjóla dragast oft eftir gólfi og þess vegna séu óhreinindi sem sjást ekki utan frá algeng. „Blettir sem sjást lítið, t.d. freyðivín á brúðarkjólum eða mjólkurblettir með magasýrum á skírnarkjólum, geta verið tærandi fyrir efnin í flíkunum.“

Kjólar sem ganga kynslóða á milli

Meðhöndlun brúðarkjóla er afar misjöfn í dag. „Suma þeirra má hreinsa, aðra má einungis handhreinsa. Kjólarnir eru oft og tíðum vandmeðfarnir en við eigum frábæra lausn við því. Vatnshreinsivélin okkar er öflug. Hún hentar vel fyrir viðkvæma kjóla en í henni eru mild efni sem henta brúðarkjólum vel.“

Kristinn segir algengt að ömmur komi með kjóla í hreinsun sem barnabörnin ætla að nota. „Þetta eru þá brúðarkjólar sem hafa gengið á milli kynslóða en eru sem nýir því þeir hafa fengið rétta meðhöndlun. Það sem skiptir einnig miklu máli er að við geymum kjólana í taupokum, sumir setja jafnvel sængurver yfir kjólana. Þannig geta þeir andað og endast betur. Varast ber að nota plastpoka því þannig nær kjóllinn ekki að anda,“ segir hann að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál