Flottustu konurnar eiga þetta sameiginlegt

Katharine Hepburn kunni að klæða sig kvenlega en þægilega.
Katharine Hepburn kunni að klæða sig kvenlega en þægilega. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style

Í bókinni „A matter of style“ er fjallað um tískufrömuðina Coco Chanel, Katharine Hepburn, Marilyn Monroe, Audrey Hepburn, Grace Kelly, Jacqueline Kennedy, Brigitte Bardot, Mary Quant, Twiggy og Díönu prinsessu.

Þegar lesið er í gegnum bókina og myndirnar skoðaðar má sjá glögglega að engar tvær þeirra eru með eins stíl. Heldur virðist hver og ein þeirra kasta fram sinni túlkun á eigin karakter í gegnum tískuna.

Þessar konur eiga þó nokkur atriði sameiginleg sem eru: Þær fundu sína eigin persónu í gegnum verkefni lífsins. Stíllinn þeirra þróaðist og breyttist með árunum. Þær voru dulegar að láta gera á sig fatnað eða taka það besta úr línum hverju sinni. Þær þurftu að hafa fyrir lífinu, hver á sinn hátt. Þær notuðu tískuna en létu ekki tískuna nota sig.

Coco Chanel fékk fjölmörg verkefni upp í hendurnar í lífi …
Coco Chanel fékk fjölmörg verkefni upp í hendurnar í lífi sínu. Hún leysti þau vel og vandlega og sneið fatnaðinn eftir verkefnunum. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style

Ætli síðasta setningin sé ekki aðalinntak bókarinnar.

Við skoðum nokkur ummæli tekin beint úr henni.

Coco Chanel sagði á þeim tíma þegar allar konur voru skreyttar frá hvirfli til ilja: „Það er fátt fávíslegra til í þessum heimi en að túlka einfaldleika sem fátækt.“

Maður skyldi aldrei rugla saman fátækt og einfaldleika að sögn …
Maður skyldi aldrei rugla saman fátækt og einfaldleika að sögn Chanel. Einstakt útlit hennar og stíll hafði áhrif á heimsbyggðina alla. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style

Mary Quant segir: „Það er ekki bara hvernig þú klæðir þig, hvernig þú lítur út, heldur hvernig þú greiðir þér, málar þig, stendur og gengur.“

Í gegnum bókina má sjá hvernig það sem þær börðust fyrir sem einstaklingar, túlkuðu þær einnig með fatnaði og fylgihlutum. Chanel vildi hafa hlutina einfalda, Monroe vildi hafa þá kvenlega. Hepburn vildi hafa þá með viðhorfi og svo mætti lengi áfram telja.

Audrey Hepburn var falleg á sinn hátt, einstaklega vel klædd …
Audrey Hepburn var falleg á sinn hátt, einstaklega vel klædd alltaf og stílhrein. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style

Eitt er víst að til að túlka karakter með tískunni verður stelpa að finna sig. Hver ert þú og hverju ert þú tilbúin að berjast fyrir?

Þetta er greinilega ekki eitthvað sem lagt hefur verið á rauðan dregil hálfu ári áður en þú gengur í því.

Hver man ekki eftir Audrey Hepburn í kvikmyndinni Breakfast at …
Hver man ekki eftir Audrey Hepburn í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany´s. Fallegt bak og einstök samsetning fatnaðar og skartgripa. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style
Katharine Hepburn hafði þennan ólýsanlega glæsileika. Fallega brosandi og uppátækjasöm …
Katharine Hepburn hafði þennan ólýsanlega glæsileika. Fallega brosandi og uppátækjasöm sem hún tjáði í fatnaði sínum. Úr bókinni A matter of style



Mætti ég allan daginn sitja upp í stiga frjáls og …
Mætti ég allan daginn sitja upp í stiga frjáls og tilbúin að stökkva heldur en að sitja bundin við stól í þröngum kjól eins og dúkka! Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style
Coco Chanel var mikill hugsuður, enda þurfti sterk bein og …
Coco Chanel var mikill hugsuður, enda þurfti sterk bein og kjarnakonu í viðskiptalíf Parísarborgar fyrri hluta síðustu aldar. Ljósmynd/skjáskot úr bókinni A matter of style
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál