Stjörnurnar deila húðumhirðuleyndarmálum sínum

Margot Robbie og Blake Lively deila húðumhirðuleyndarmálum.
Margot Robbie og Blake Lively deila húðumhirðuleyndarmálum. Samsett mynd

Konurnar á rauða dreglinum eru alltaf með fullkomna húð. Á bak við það eru hin ýmsu leyndarmál og krem. Fastur liður hjá tímaritinu Vogue er spjall um húðumhirðu og hafa nokkrar stjörnur deilt leyndarmálum sínum. 

Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP

Margot Robbie

„Ég byrja alltaf á að þrífa húðina í sturtunni. Ég hef ekki of mörg skref í húðrútínunni minni því ég hef ekki það mikinn tíma, en ég man alltaf eftir að þrífa húðina. Í mínu starfi sérstaklega, þegar förðunarfólkið setur lag eftir lag á húðina mína. Eitt merki sem ég er sjúklega hrifin af núna er Skin111, sem förðunarfræðingurinn minn Patti Dubroff benti mér á. Það eru maskar frá þeim sem eru úr geli og eru stútfullir af serumi og ótrúlega góðir. Þegar hún [Dubroff] er að gera mig tilbúna fyrir viðburð, setur hún maskann á mig á meðan hún greiðir mér,“ segir leikkonan Margot Robbie.

Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP

Bella Hadid

„Ég veit ég er labbandi Dior auglýsing – en ég elska Dior Hydra Life Lotion-to-Foamhreinsinn, þennan græna. Hann er fullkomni froðuhreinsirinn. Ég nota hann og nota svo rakakremið Hydra Life Fresh Hydration Sorber Créme af því að það er rosa létt – mér líður eins og ég hafi ekki sett neitt á mig. Húðin mín er alltaf svo þurr svo hún dregur allan rakann í sig. Ef ég er að fara í hárgreiðslu og förðun nota ég Glow Better Fresh Jelly-maskann fyrst. Hann gerir húðina meira „plump“ og raka og þétta. Ég veit ekki hvað hann gerir eða hvernig, en það er eitthvað ótrúlegt,“ segir fyrirsætan Bella Hadid.

Camila Cabello.
Camila Cabello. AFP

Camila Cabello

„Ég skrúbba húðina á hverjum degi því á tónleikum er ég með mikinn farða og svitna og húðin verður skítug af því að vera á fullt af mismunandi stöðum – margir mismunandi flugvellir – ég verð bara að djúphreinsa húðina. Þannig að já, ég skrúbba húðina á hverjum degi og nota svo hunangsrakakrem sem ég fékk. Stundum nota ég líka andlitsmaska og leirmaska og hunangsmaska,“ segir tónlistarkonan Camila Cabello.

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Kate Winslet

„Ég tek alltaf af mér förðunina sama hversu þreytt ég er. Daglega nota ég Tracie Martyn Amla-hreinsinn. Hann er rosa ferskur, með mildri lykt og djúphreinsar andlitið og hálsinn mjög vel. Og hann er fljótlegur, ekkert vesen. Ég er líka hrifin af því að nota góðan flatan andlitssvamp til að vera viss um að húðin sé hrein. Ég fæ þurrk í húðina reglulega svo ég nota oft eina vöru sem hefur verið í uppáhaldi lengi hjá mér, Lancome Toner Comfort, síðan ber ég á mig Advanced Genefique Sensitive. Þetta er besta tveir-fyrir-einn varan mín. Það eru tvö serum í henni og E-vítamín, allt í einni flösku. Hrista, maka þessu á, búið. Hún er mjög rakagefandi, fersk og fljótleg,“ segir leikkonan Kate Winslet.

Blake Lively.
Blake Lively. AFP

Blake Lively

„Ég er hrifin af því að nota gott rakakrem, sérstaklega á nóttunni, og ég tel það vera mikilvægast af öllu að þrífa farðann vel af húðinni. Ég eyddi tíma á rannsóknarstofum L‘Oréal þar sem ég fékk að sjá muninn í öllum rannsóknunum á yngingarvörunum, það var magnað. Og ég hugsaði, af hverju geri ég þetta ekki 37 sinnum á dag? En það er það erfiða við það – maður verður spenntur að prófa nýjar vörur, en síðan gleymir maður þeim,“ segir leikkonan Blake Lively.

Susan Sarandon.
Susan Sarandon. AFP

Susan Sarandon

„Rútína, eins og „húðrútína“ er eitt af þeim orðum sem ég hef ekki innleitt í líf mitt. Ég set reglulega á mig sólarvörn, held húðinni hreinni og nota rakakrem. Ég er byrjuð að læra um hinar ýmsu L‘Oréal-vörur, síðan ég varð ambassador fyrir merkið. Ég elska Age Perfect-línuna, það er það sem er mest fyrir mig held ég. Maður getur stungið skeið í rakakremið og hún myndi standa lóðrétt upp úr kreminu það er svo þykkt, og þú gætir næstum því borðað það það er svo ljúffengt,“ segir Susan Sarandon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál