Stjörnurnar deila húðumhirðuleyndarmálum sínum

Margot Robbie og Blake Lively deila húðumhirðuleyndarmálum.
Margot Robbie og Blake Lively deila húðumhirðuleyndarmálum. Samsett mynd

Konurnar á rauða dreglinum eru alltaf með fullkomna húð. Á bak við það eru hin ýmsu leyndarmál og krem. Fastur liður hjá tímaritinu Vogue er spjall um húðumhirðu og hafa nokkrar stjörnur deilt leyndarmálum sínum. 

Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP

Margot Robbie

„Ég byrja alltaf á að þrífa húðina í sturtunni. Ég hef ekki of mörg skref í húðrútínunni minni því ég hef ekki það mikinn tíma, en ég man alltaf eftir að þrífa húðina. Í mínu starfi sérstaklega, þegar förðunarfólkið setur lag eftir lag á húðina mína. Eitt merki sem ég er sjúklega hrifin af núna er Skin111, sem förðunarfræðingurinn minn Patti Dubroff benti mér á. Það eru maskar frá þeim sem eru úr geli og eru stútfullir af serumi og ótrúlega góðir. Þegar hún [Dubroff] er að gera mig tilbúna fyrir viðburð, setur hún maskann á mig á meðan hún greiðir mér,“ segir leikkonan Margot Robbie.

Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP

Bella Hadid

„Ég veit ég er labbandi Dior auglýsing – en ég elska Dior Hydra Life Lotion-to-Foamhreinsinn, þennan græna. Hann er fullkomni froðuhreinsirinn. Ég nota hann og nota svo rakakremið Hydra Life Fresh Hydration Sorber Créme af því að það er rosa létt – mér líður eins og ég hafi ekki sett neitt á mig. Húðin mín er alltaf svo þurr svo hún dregur allan rakann í sig. Ef ég er að fara í hárgreiðslu og förðun nota ég Glow Better Fresh Jelly-maskann fyrst. Hann gerir húðina meira „plump“ og raka og þétta. Ég veit ekki hvað hann gerir eða hvernig, en það er eitthvað ótrúlegt,“ segir fyrirsætan Bella Hadid.

Camila Cabello.
Camila Cabello. AFP

Camila Cabello

„Ég skrúbba húðina á hverjum degi því á tónleikum er ég með mikinn farða og svitna og húðin verður skítug af því að vera á fullt af mismunandi stöðum – margir mismunandi flugvellir – ég verð bara að djúphreinsa húðina. Þannig að já, ég skrúbba húðina á hverjum degi og nota svo hunangsrakakrem sem ég fékk. Stundum nota ég líka andlitsmaska og leirmaska og hunangsmaska,“ segir tónlistarkonan Camila Cabello.

Kate Winslet.
Kate Winslet. AFP

Kate Winslet

„Ég tek alltaf af mér förðunina sama hversu þreytt ég er. Daglega nota ég Tracie Martyn Amla-hreinsinn. Hann er rosa ferskur, með mildri lykt og djúphreinsar andlitið og hálsinn mjög vel. Og hann er fljótlegur, ekkert vesen. Ég er líka hrifin af því að nota góðan flatan andlitssvamp til að vera viss um að húðin sé hrein. Ég fæ þurrk í húðina reglulega svo ég nota oft eina vöru sem hefur verið í uppáhaldi lengi hjá mér, Lancome Toner Comfort, síðan ber ég á mig Advanced Genefique Sensitive. Þetta er besta tveir-fyrir-einn varan mín. Það eru tvö serum í henni og E-vítamín, allt í einni flösku. Hrista, maka þessu á, búið. Hún er mjög rakagefandi, fersk og fljótleg,“ segir leikkonan Kate Winslet.

Blake Lively.
Blake Lively. AFP

Blake Lively

„Ég er hrifin af því að nota gott rakakrem, sérstaklega á nóttunni, og ég tel það vera mikilvægast af öllu að þrífa farðann vel af húðinni. Ég eyddi tíma á rannsóknarstofum L‘Oréal þar sem ég fékk að sjá muninn í öllum rannsóknunum á yngingarvörunum, það var magnað. Og ég hugsaði, af hverju geri ég þetta ekki 37 sinnum á dag? En það er það erfiða við það – maður verður spenntur að prófa nýjar vörur, en síðan gleymir maður þeim,“ segir leikkonan Blake Lively.

Susan Sarandon.
Susan Sarandon. AFP

Susan Sarandon

„Rútína, eins og „húðrútína“ er eitt af þeim orðum sem ég hef ekki innleitt í líf mitt. Ég set reglulega á mig sólarvörn, held húðinni hreinni og nota rakakrem. Ég er byrjuð að læra um hinar ýmsu L‘Oréal-vörur, síðan ég varð ambassador fyrir merkið. Ég elska Age Perfect-línuna, það er það sem er mest fyrir mig held ég. Maður getur stungið skeið í rakakremið og hún myndi standa lóðrétt upp úr kreminu það er svo þykkt, og þú gætir næstum því borðað það það er svo ljúffengt,“ segir Susan Sarandon.

mbl.is

Frumsýning á Matthildi

16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

04:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í gær Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í gær Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í gær Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »