Sofnaðir þú í partíi árið 2000?

Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti …
Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti ég Ólafssonar. Hann tók Burberry-útlitið alla leið.

Líður þér kannski eins og þú hafir sofnað í partíi árið 2000 þegar þú skoðar hausttískuna og sért að ranka við þér?

Burberry-frakki passar við allt.
Burberry-frakki passar við allt.

Ég veit ekki hvort þið eruð að tengja en mér líður pínu þannig. Undirrituð átti hraustlegt Burberry-tímabil þarna í kringum aldamótin 2000 sem enn sér ekki alveg fyrir endann á enda ennþá í sama Burberry-rykfrakkanum. Ég átti þó ekki bara Burberry-rykfrakka heldur líka belti frá sama merki sem ég hef ekki tímt að henda þrátt fyrir að sylgjan sjálf hafi brotnað af. Í síðustu tiltekt fann ég sixpensara frá Burberry. Hann hlýtur að hafa verið það svalasta sem hægt var að eiga á þeim tíma en annars man ég það ekki alveg í smáatriðum. Það á það nefnilega til að fenna yfir liðinn tíma. Veit þið þekkið þetta. Ekki veit ég hvort hann verður mikið notaður í framtíðinni – ekki nema börnin mín ákveði að vera Kristján heiti ég Ólafsson á næsta öskudegi. Hver veit.

Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.
Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.

Safnari eða mínimalisti?

Ég er töluvert að reyna að verða mínimalískari í hugsun og verki en sú vegferð gengur frekar illa því ég er safnari. Ég á ekki bara gömul föt sem þóttu töff á mínum unglingsárum heldur líka eigin barnatennur sem eru ekki geymdar uppi á háalofti í bílskúrnum heldur inni í baðskáp. Regulega tek ég þær fram og sýni sonum mínum. Ekki spyrja mig hvers vegna ég geri þetta.

Tennurnar eru þó betur geymdar í baðskápnum en í eldhúshillunni eins og ég gerði þegar Burberry var síðast í tísku á Íslandi. Á því tímabili var ég nýflutt að heiman og í þá daga höfðu ungar og einhleypar konur ekkert annað að gera en að búa til sushi í heimahúsi og sturta í sig köldum hressandi drykkjum.

Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað …
Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað á allskonar hátt eins og sést hér.

Nema hvað, skyndilega rak gömul og góð vinkona upp org, eða á sama augnabliki og hún áttaði sig á því að hún væri að drekka úr glasi sem var fullt af barnatönnum húsráðandans.

Já, ég veit, það er ógeðslegt. Þess vegna færði ég þær í baðskápinn svo þetta gerðist ekki aftur. Að drekka barnatennurnar úr mér var takmörkuð skemmtun.

Víkur nú sögunni að safnaranum sem var þarna nýfluttur að heiman. Safnarinn er og var nískur með dýran smekk eins og sagt er. Hann dreymdi um Burberry-frakka en slíkur gripur kostaði í þá daga um það bil útborguð mánaðarlaun afgreiðslustúlku í tískuvöruverslun. Þar sem safnarinn hafði nýfest kaup á íbúð hafði hann ekki efni á nýrri kápu. Í einu hádegishléinu í vinnunni barst talið að Burberry-æðinu sem gekk yfir og þá kom í ljós að ein góðhjörtuð samstarfskona átti gamla Burberry-kápu inni í skáp. Daginn eftir mætti hún með kápuna í vinnuna og færði safnaranum. Síðan eru liðin 18 ár og hefur Burberry-kápan lifað góðu lífi í fataskáp safnarans og verið í stöðugri notkun. Það að eiga einn rykfrakka inni í skáp getur fleytt fólki langt. Í gegnum alls konar misgáfuleg tískutímabil hefur þessi Burberry-frakki alltaf lifað góðu lífi. Nú ef safnarinn fær leið á honum, sem eru engar líkur á, þá geta börnin hans notað hann á öskudaginn til að toppa Kristján heiti ég Ólafsson. Hann er alltaf töff og dettur aldrei úr móð eins og sagt er.

Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál