Sofnaðir þú í partíi árið 2000?

Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti ...
Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti ég Ólafssonar. Hann tók Burberry-útlitið alla leið.

Líður þér kannski eins og þú hafir sofnað í partíi árið 2000 þegar þú skoðar hausttískuna og sért að ranka við þér?

Burberry-frakki passar við allt.
Burberry-frakki passar við allt.

Ég veit ekki hvort þið eruð að tengja en mér líður pínu þannig. Undirrituð átti hraustlegt Burberry-tímabil þarna í kringum aldamótin 2000 sem enn sér ekki alveg fyrir endann á enda ennþá í sama Burberry-rykfrakkanum. Ég átti þó ekki bara Burberry-rykfrakka heldur líka belti frá sama merki sem ég hef ekki tímt að henda þrátt fyrir að sylgjan sjálf hafi brotnað af. Í síðustu tiltekt fann ég sixpensara frá Burberry. Hann hlýtur að hafa verið það svalasta sem hægt var að eiga á þeim tíma en annars man ég það ekki alveg í smáatriðum. Það á það nefnilega til að fenna yfir liðinn tíma. Veit þið þekkið þetta. Ekki veit ég hvort hann verður mikið notaður í framtíðinni – ekki nema börnin mín ákveði að vera Kristján heiti ég Ólafsson á næsta öskudegi. Hver veit.

Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.
Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.

Safnari eða mínimalisti?

Ég er töluvert að reyna að verða mínimalískari í hugsun og verki en sú vegferð gengur frekar illa því ég er safnari. Ég á ekki bara gömul föt sem þóttu töff á mínum unglingsárum heldur líka eigin barnatennur sem eru ekki geymdar uppi á háalofti í bílskúrnum heldur inni í baðskáp. Regulega tek ég þær fram og sýni sonum mínum. Ekki spyrja mig hvers vegna ég geri þetta.

Tennurnar eru þó betur geymdar í baðskápnum en í eldhúshillunni eins og ég gerði þegar Burberry var síðast í tísku á Íslandi. Á því tímabili var ég nýflutt að heiman og í þá daga höfðu ungar og einhleypar konur ekkert annað að gera en að búa til sushi í heimahúsi og sturta í sig köldum hressandi drykkjum.

Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað ...
Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað á allskonar hátt eins og sést hér.

Nema hvað, skyndilega rak gömul og góð vinkona upp org, eða á sama augnabliki og hún áttaði sig á því að hún væri að drekka úr glasi sem var fullt af barnatönnum húsráðandans.

Já, ég veit, það er ógeðslegt. Þess vegna færði ég þær í baðskápinn svo þetta gerðist ekki aftur. Að drekka barnatennurnar úr mér var takmörkuð skemmtun.

Víkur nú sögunni að safnaranum sem var þarna nýfluttur að heiman. Safnarinn er og var nískur með dýran smekk eins og sagt er. Hann dreymdi um Burberry-frakka en slíkur gripur kostaði í þá daga um það bil útborguð mánaðarlaun afgreiðslustúlku í tískuvöruverslun. Þar sem safnarinn hafði nýfest kaup á íbúð hafði hann ekki efni á nýrri kápu. Í einu hádegishléinu í vinnunni barst talið að Burberry-æðinu sem gekk yfir og þá kom í ljós að ein góðhjörtuð samstarfskona átti gamla Burberry-kápu inni í skáp. Daginn eftir mætti hún með kápuna í vinnuna og færði safnaranum. Síðan eru liðin 18 ár og hefur Burberry-kápan lifað góðu lífi í fataskáp safnarans og verið í stöðugri notkun. Það að eiga einn rykfrakka inni í skáp getur fleytt fólki langt. Í gegnum alls konar misgáfuleg tískutímabil hefur þessi Burberry-frakki alltaf lifað góðu lífi. Nú ef safnarinn fær leið á honum, sem eru engar líkur á, þá geta börnin hans notað hann á öskudaginn til að toppa Kristján heiti ég Ólafsson. Hann er alltaf töff og dettur aldrei úr móð eins og sagt er.

Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Æskubrunnur eða nýtt æði? Pistill nr. 2

Í gær, 20:38 „Kollagen er þannig mikilvægt prótein, ekki bara vegna þess að það er um 30% af öllum próteinum í líkamanum, heldur af því að það gefur okkur mikinn styrk og burðarþol. Ef það færi í sjómann við stál þá myndi kollagen bera sigur - það er sterkara en stál!“ Meira »

„Þú átt skilið að elska án skilyrða“

Í gær, 18:00 Sigurður Karlsson starfar sem ráðgjafi og hefur hjálpað fjölmörgum aðilum og aðstandendum þeirra að komast í bata. Hann segir mikilvægt að rækta ástina um páskana og ráðleggur foreldrum sem vilja ná vel til barnananna sinna um hátíðina að vera til staðar sem vinur þeirra í raun. Meira »

Svona selur þú fasteign

Í gær, 15:00 Halla Unnur Helgadóttir fer í gegnum það, skref fyrir skref, hvernig fólk fer að því að selja fasteign. Ferlið er ekki svo flókið en tekur sinn tíma, og hægt að gera ýmislegt til að auka líkurnar á að fá hærra verð fyrir eignina. Meira »

„Fíkillinn rændi systur minni“

Í gær, 11:00 Diljá Mist Einarsdóttir segir frá því hvernig er að missa systur sína, Susie Rut Einarsdóttur.   Meira »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

Í gær, 05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

í fyrradag Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

í fyrradag „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

í fyrradag Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

í fyrradag „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í fyrradag „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

23.4. Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

23.4. Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

23.4. „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

23.4. „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »