Sofnaðir þú í partíi árið 2000?

Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti ...
Ég veit ekki með ykkur en ég sakna Kristjáns heiti ég Ólafssonar. Hann tók Burberry-útlitið alla leið.

Líður þér kannski eins og þú hafir sofnað í partíi árið 2000 þegar þú skoðar hausttískuna og sért að ranka við þér?

Burberry-frakki passar við allt.
Burberry-frakki passar við allt.

Ég veit ekki hvort þið eruð að tengja en mér líður pínu þannig. Undirrituð átti hraustlegt Burberry-tímabil þarna í kringum aldamótin 2000 sem enn sér ekki alveg fyrir endann á enda ennþá í sama Burberry-rykfrakkanum. Ég átti þó ekki bara Burberry-rykfrakka heldur líka belti frá sama merki sem ég hef ekki tímt að henda þrátt fyrir að sylgjan sjálf hafi brotnað af. Í síðustu tiltekt fann ég sixpensara frá Burberry. Hann hlýtur að hafa verið það svalasta sem hægt var að eiga á þeim tíma en annars man ég það ekki alveg í smáatriðum. Það á það nefnilega til að fenna yfir liðinn tíma. Veit þið þekkið þetta. Ekki veit ég hvort hann verður mikið notaður í framtíðinni – ekki nema börnin mín ákveði að vera Kristján heiti ég Ólafsson á næsta öskudegi. Hver veit.

Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.
Nýjasta útgáfan af rykfrakkanum frá Burberry.

Safnari eða mínimalisti?

Ég er töluvert að reyna að verða mínimalískari í hugsun og verki en sú vegferð gengur frekar illa því ég er safnari. Ég á ekki bara gömul föt sem þóttu töff á mínum unglingsárum heldur líka eigin barnatennur sem eru ekki geymdar uppi á háalofti í bílskúrnum heldur inni í baðskáp. Regulega tek ég þær fram og sýni sonum mínum. Ekki spyrja mig hvers vegna ég geri þetta.

Tennurnar eru þó betur geymdar í baðskápnum en í eldhúshillunni eins og ég gerði þegar Burberry var síðast í tísku á Íslandi. Á því tímabili var ég nýflutt að heiman og í þá daga höfðu ungar og einhleypar konur ekkert annað að gera en að búa til sushi í heimahúsi og sturta í sig köldum hressandi drykkjum.

Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað ...
Burberry hefur dustað rykið af köflunum og er það notað á allskonar hátt eins og sést hér.

Nema hvað, skyndilega rak gömul og góð vinkona upp org, eða á sama augnabliki og hún áttaði sig á því að hún væri að drekka úr glasi sem var fullt af barnatönnum húsráðandans.

Já, ég veit, það er ógeðslegt. Þess vegna færði ég þær í baðskápinn svo þetta gerðist ekki aftur. Að drekka barnatennurnar úr mér var takmörkuð skemmtun.

Víkur nú sögunni að safnaranum sem var þarna nýfluttur að heiman. Safnarinn er og var nískur með dýran smekk eins og sagt er. Hann dreymdi um Burberry-frakka en slíkur gripur kostaði í þá daga um það bil útborguð mánaðarlaun afgreiðslustúlku í tískuvöruverslun. Þar sem safnarinn hafði nýfest kaup á íbúð hafði hann ekki efni á nýrri kápu. Í einu hádegishléinu í vinnunni barst talið að Burberry-æðinu sem gekk yfir og þá kom í ljós að ein góðhjörtuð samstarfskona átti gamla Burberry-kápu inni í skáp. Daginn eftir mætti hún með kápuna í vinnuna og færði safnaranum. Síðan eru liðin 18 ár og hefur Burberry-kápan lifað góðu lífi í fataskáp safnarans og verið í stöðugri notkun. Það að eiga einn rykfrakka inni í skáp getur fleytt fólki langt. Í gegnum alls konar misgáfuleg tískutímabil hefur þessi Burberry-frakki alltaf lifað góðu lífi. Nú ef safnarinn fær leið á honum, sem eru engar líkur á, þá geta börnin hans notað hann á öskudaginn til að toppa Kristján heiti ég Ólafsson. Hann er alltaf töff og dettur aldrei úr móð eins og sagt er.

Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Bleik Burberry kápa er fáanleg í haustlínu fyrirtækisins.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.
Köflótta Burberry munstrið er með endurkomu.

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í gær Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »