Buffaló-skórnir eru mættir í Kringluna

Buffalo-skór þóttu mjög töff á árunum 1998 - 1999 og …
Buffalo-skór þóttu mjög töff á árunum 1998 - 1999 og örugglega örlítið lengur.

Á árunum 1998 til 1999 var enginn maður með mönnum nema eiga upphækkaða strigaskó frá merkinu Buffalo. Skórnir þóttu bæði smart og svo voru þeir himnasending fyrir lágvaxna. Hljómsveitin Skítamórall, sem var mjög töff á þeim tíma, var til dæmis mikið í Buffalo-skóm. 

Svo tók við tímabil þar sem Buffalo-skór þóttu um það bil það hallærislegasta sem til var í heiminum. En nú kveður við annan tón. Hvítir Buffalo skór eru nefnilega mættir í Kaupfélagið í Kringlunni og verða þeir fáanlegir í takmörkuðu upplagi. Það eru þó ekki bara Buffalo-skór sem eru að koma eins og himnasending inn í hausttískuna því þykkbotna skór almennt verða vinsælir í vetur. Það er nettur hippafílingur í þeim og svo koma þeir vel út við stuttar buxur með útvíðum skálmum. 

„Nú geta þeir sem fengu aldrei Buffalo hér í gamla daga eða fengu eftirlíkingar og eru væntanlega komnir með fjárráð keypt sér ekta Buffalo skó,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, sem rekur Kaupfélagið. 

Buffalo-skórnir setja punktinn yfir i-ið.
Buffalo-skórnir setja punktinn yfir i-ið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál