Ferð þú rétt í brjóstahaldarann?

Ferð þú svona í brjóstahaldarann?
Ferð þú svona í brjóstahaldarann? mbl.is/Thinkstockphotos

Hægt er að klæða sig í venjulegan brjóstahaldara á ýmsa vegu en flestir sem nota brjóstahaldara klæða sig hins vegar alltaf eins í brjóstahaldarana sína. Svo virðist þó sem ein aðferð sé sú rétta og möguleiki að þú farir ekki rétt að. 

Undirfatamerkið Third Love býður upp á góðar ráðleggingar á heimasíðu sinni hvernig konur ættu að fara í brjóstahaldara. Fyrirtækið ráðleggur ekki konum að krækja í þrengsta og toga svo í böndin eins og lýst er hér að neðan og sést í myndskeiði frá undirfatamerkinu.  

Byrja í ystu krækjunni

Nýr brjóstahaldari ætti að passa vel í ysta krækjunni en eftir því sem brjóstahaldarinn verður eldri teygist náttúrlega á efninu og þá er hægt að þrengja. 

Koma brjóstunum fyrir

Konur ættu að koma brjóstunum vandlega fyrir í skálunum þegar búið er að krækja brjóstahaldaranum. Þetta er gert með því að lyfta hvoru brjósti fyrir sig. Ef þessi tækni er notuð veitir brjóstahaldarinn betri stuðning. 

Þrengja böndin með tímanum

Þrengja ætti á böndunum annan hvern mánuð samkvæmt undirfatamerkinu, þó að það fari líklega eftir hversu oft brjóstahaldarinn er notaður. Þetta ætti að gera þegar konan er komin í brjóstahaldarann. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál