Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. 

Eftir að hafa vaðið fjólubláa frumskóginn eru þetta nokkrar af bestu vörunum til að drepa gyllta tóna í hárinu.

Hvernig virka fjólubláar hárvörur?

Ef þú skoðar litahjólið er fjólublái liturinn beint á móti þeim gula sem þýðir að hann gerir hann hlutlausan. Því er fjólubláu litarefni bætt í sjampó og hárnæringu fyrir ljóst hár því það hlutleysir gulu tónana.

Label.m Cool Blonde.
Label.m Cool Blonde.

Kraftmikið fjólublátt sjampó og hárnæring

Label.m Cool Blonde sjampóið og næringin kom eins og stormsveipur inn í líf mitt fyrir ekki svo löngu síðan. Ég hef aldrei séð jafn djúpfjólubláar formúlur áður og jafnskjótan árangur eftir eina notkun. Þegar ég fór að lesa mér til um formúlurnar kom í ljós að þær innihalda bláber, fjólubláar sætar kartöflur og fjólubláar gulrætur, sem gerir litinn svona djúpfjólubláan auk þess sem fyrrnefnd innihaldsefni styrkja og næra hárið. Ef ég hef góðan tíma í baðkarinu leyfi ég Cool Blonde-hárnæringunni að liggja í hárinu í góðan hálftíma og eftir á verður hárið eins og nýkomið úr strípum. Klárlega það besta sem ég hef prófað hingað til af fjólubláum sjampóum og næringum. Án súlfats og parabena.

Maria Nila Sheer Silver-línan.
Maria Nila Sheer Silver-línan.

Vegan fjólublátt sjampó og hárnæring

Maria Nila Sheer Silver-línan hefur notið mikilla vinsælda og er þetta sú tvenna sem ég hef hvað mest notað síðasta árið. Formúlan inniheldur brómber ásamt Colour Guard Complex sem verndar hárið og viðheldur hárlitnum. Án súlfats og parabena.

Leyton House Couture Care Silver Shampoo.
Leyton House Couture Care Silver Shampoo.

Sílikonlaust fjólublátt sjampó

Leyton House Couture Care Silver Shampoo er nýtt á markaðnum en formúlan er framleidd án sílikona, súlfats, parabena og er „cruelty free“. Leyton House notar náttúruleg extrökt til þess að styðja við heilbrigði hársins.

Davines Alchemic Conditioner (Silver).
Davines Alchemic Conditioner (Silver).

Hármaski fyrir ljóst hár

Davines Alchemic Conditioner (Silver) er mjög nærandi hármaski sem má auðvitað líka nota sem hárnæringu ef maður er á hraðferð. Nýverið breytti Davines formúlunni svo hún er vegan og án parabena. Sterk litarefni skerpa hárlitinn og ef næringin fær að vera í hárinu í smá tíma mætti halda að maður væri að ganga út af hársnyrtistofu.

Kevin Murphy Shimmer.Me.Blonde.
Kevin Murphy Shimmer.Me.Blonde.

Gljái og næring fyrir ljóst hár

Kevin Murphy Shimmer.Me.Blonde er sérlega skemmtileg hárvara sem ég uppgötvaði nýverið en þetta er sprey sem bæði dregur úr gylltum tónum ásamt því að veita gljáa og næringu. Formúlan inniheldur sex extrökt úr áströlskum ávöxtum og er því full af vítamínum og steinefnum sem styðja við heilbrigði hársins. Án parabena.

Milk Shake Silver Shine Whipped Cream.
Milk Shake Silver Shine Whipped Cream.

Næringarfroða fyrir ljóst hár

Milk Shake Silver Shine Whipped Cream er næring í froðuformi fyrir hárið sem inniheldur m.a. bláber, hindber og jarðarber ásamt fjólubláum litarefnum sem tóna ljósa hárlitinn og draga úr gylltum tónum. Gerir hárið mjúkt og glansandi en formúlan er án parabena.

Fudge Clean Blonde Violet Tri-Blo Spray.
Fudge Clean Blonde Violet Tri-Blo Spray.

Hitavörn fyrir ljóst hár

Fudge Clean Blonde Violet Tri-Blo Spray virkar sem hitavörn fyrir hárið en inniheldur fjólublá litarefni sem vinna gegn gylltum tónum í hárinu. Lokaútkoman er því heilbrigðara útlit hársins og frísklegri hárlitur. Án parabena.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál